103.fundur bæjarráðs
103. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn miðvikudaginn 1. ágúst 2012 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:30.
Mætt:
Eyþór Arnalds, formaður, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, varabæjarfulltrúi, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi V-lista,
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritar fundargerð.
Formaður leitað afbrigða til að taka á dagskrá umræðu um gerð nýrrar brúar yfir Ölfusá og þakkir til allra sem hafa komið að undirbúningi Unglingalandsmóts. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. |
1201019 - Fundargerðir félagsmálanefndar |
|
18. fundur haldinn 4. júní |
||
Fundargerðirnar staðfestar. |
||
|
||
2. |
1201020 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar |
|
38. fundur 25. júlí 2012 |
||
Ásta Stefánsdóttir vék af fundi við afgreiðslu 1. liðar fundargerðarinnar. Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
3. |
1201024 - Fundargerð skipulags- og bygginganefndar |
|
27. fundur 24. júlí 2012 |
||
-liður 9, mál nr. 1207067, tillaga um breytingu á göngustíg sem liggur frá Langholti að Suðurhólum gegnum Helluhverfi. Lagt er til að göngustígur verði einnig reiðstígur. Bæjarráð samþykkir að gerð verði breyting á aðalskipulagi í samræmi við tillöguna. -liður 10, mál nr. 1207066, tillaga að deiliskipulagi lóðanna Eyrarbraut 49-57, bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst. -liður 17, mál nr. 1207092, deiliskipulagstillaga vegna Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst. Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
4. |
1203180 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi vegna Lista- og menningarverstöðvarinnar ehf. |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um umsókn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki III í Lista- og menningarverstöðinni að Hafnargötu 8, Stokkseyri. |
||
|
||
5. |
1203112 - Fundargerð stjórnar Sandvíkurseturs |
|
7. fundur 19. júlí 2012 |
||
Lagt fram. |
||
|
||
6. |
1112093 - Gögn vegna sölu á Sandvíkurskóla til Sandvíkurseturs ehf |
|
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að ganga frá gögnum vegna sölunnar. |
||
|
||
7. |
1201062 - Drög að leigusamningi um Sandvíkurskóla |
|
Lagt fram. |
||
|
||
8. |
1203082 - Fimm mánaða uppgjör 2012 |
|
Lagt fram. |
||
|
||
9. |
1207096 - Beiðni um að Sveitarfélagið Árborg leysi til sín lóðina Berghóla 14-16 |
|
Bæjarráð hafnar beiðni um að Sveitarfélagið Árborg leysi til sín lóðina að Berghólum 14-16. |
||
|
||
10. |
1207076 - Erindi frá Sigurði Sigurðarsyni varðandi þörf fyrir kaplaskjól á leigulöndum Árborgar |
|
Bæjarráð þakkar erindið. Bæjarráð minnir leigutaka beitarlanda á ákvæði laga um dýravernd um skjól fyrir búfé sem haldið er til beitar, einkum 4. gr. þar sem segir: ,,Að vetri til, þegar búfé er haldið til beitar eða látið liggja við opið, skal sjá til þess að á staðnum sé húsaskjól eða annað öruggt og hentugt skjól í öllum veðrum. Einnig skal vera þar nægilegt fóður og vatn og litið skal eftir búfénu reglulega en daglega eða oftar ef nauðsyn krefur að mati forðagæslumanns, ráðunautar eða dýralæknis. Heimilt er sveitarstjórn að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar eða héraðsdýralæknis, að banna dýrahald á tilteknum stöðum að vetri til séu fyrrgreind skilyrði ekki uppfyllt". Bæjarráð bendir leigutökum einnig á 1. og 12. gr. reglugerðar um aðbúnað, umhirðu og heilbrigðiseftirlit hrossa nr. 160/2006. Bæjarráð samþykkir að setja ákvæði í leigusamninga um beitarlönd þar sem leigutakar eru minntir á skyldur í þessum efnum. |
||
|
||
11. |
1207100 - Beiðni um 150.000 kr. fjárframlag til að greiða kostnað við hönnun á útivistarsvæði fyrir 60 ára og eldri |
|
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina. Bæjarráð óskar eftir að þess verði gætt að staðsetning útivistarsvæðis takmarki ekki möguleika á viðbyggingu við Grænumörk. |
||
|
||
12. |
0504045 - Áætlanir um gerð brúar yfir Ölfusá |
|
Í ljósi frétta um að smíði Ölfusárbrúar hafi verið flýtt um fjögur ár óskar bæjarráð eftir staðfestingu innanríkisráðherra á tímasetningum varðandi brúarsmíði og verklok. |
||
|
||
13. |
1103146 - Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi 2012 |
|
Bæjarráð þakkar öllum þeim sem hafa komið að undirbúningi Unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi 2012 fyrir óeigingjarnt starf við undirbúning og skipulag og hvetur jafnframt íbúa og þjónustuaðila til að taka vel á móti gestum. |
||
|
||
14. |
1206091 - Erindi frá Jöfnunarsjóði varðandi fjárframlög vegna eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda 2012 |
|
Lagt fram. |
||
|
||
15. |
1207088 - Upplýsingar frá RSK um álagningarskrá einstaklinga 2012 |
|
Lagt fram. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:07.
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |