103. fundur bæjarráðs
103. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 9. mars 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 1701028 - Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2017 | |
37. fundur haldinn 22. febrúar | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
2. | 1701024 - Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2017 | |
33. fundur haldinn 1. mars | ||
-liður 5, 1702281, framkvæmdaleyfisumsókn fyrir endurnýjun á háspennustreng frá Austurvegi við Rauðholt að Vallholti. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði samþykkt. -liður 6, 1702280, framkvæmdaleyfisumsókn fyrir háspennustreng frá Stóra -Hrauni að Hraunsstekk. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði samþykkt. -liður 7, 1702279, framkvæmdaleyfisumsókn til endurnýjunar á háspennustreng og lágspennustreng frá Eyravegi að Kirkjuvegi. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði samþykkt. -liður 8, 1702298 framkvæmdaleyfisumsókn fyrir borholu til uppdælingar á kælivatni: Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði samþykkt. -liður 11, 1611004, umsókn um breytingu á byggingarreit að Háheiði 3, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt. -liður 12, 1611133, umsókn um breytingu á stærð byggingarreits að Mólandi 5-7, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt. -liður 16, 1609217, deiliskipulagsbreyting, Víkurheiði. Lagt er til við bæjarstjórn að tekið verði tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og deiliskipulagsbreytingin sem tekur mið af þeim verði samþykkt. -liður 17, 1609216, tilaga að breyttu deiliskipulagi í Hagalandi. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst. Fundargerðin staðfest. | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
3. | 1702015 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2017 3-1702015 | |
847. fundur haldinn 24. febrúar | ||
Lagt fram. | ||
Almenn afgreiðslumál | ||
4. | 1703005 - Samningur um æskulýðsstarf við sveitarfélagið 4-1703005 | |
Lögð voru fram drög að samningi milli Sveitarfélagsins Árborgar og Selfosssóknar um framkvæmd æskulýðsstarfs á vegum Selfosskirkju. | ||
Bæjarráð staðfestir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann. | ||
5. | 1701006 - Íbúafjöldi í Árborg 2017 5-1701006 | |
Lagðar voru fram upplýsingar um íbúafjölda í Árborg 1. mars | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
6. | 1701123 - Rekstrarleyfisumsögn - gistiheimilið Fífa 6-1701123 | |
Lögð var fram beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 3. febrúar, um umsögn vegna umsóknar um rekstraleyfi að Fossvegi 2 íb. 102. | ||
Með vísan til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar getur bæjarráð ekki veitt jákvæða umsögn um erindið. | ||
7. | 1703010 - Beiðni um vilyrði fyrir lóð að Víkurheiði 5 7-1703010 | |
Lögð var fram beiðni frá Vók ehf, dags. 1. mars, þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóð að Víkurheiði 5. | ||
Bæjarráð samþykkir vilyrði til sex mánaða fyrir lóðinni. Bæjarráð felur skipulags- og byggingarnefnd að úthluta lóðinni þegar nýtt deiliskipulag hefur tekið gildi, enda hafi umsækjandi þá lagt fram öll gögn skv. reglum um lóðarúthlutun. | ||
8. | 1702357 - Rekstrarleyfisumsögn - Fjöruborðið 8-1702357 | |
Lögð var fram beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 28. febrúar, um umsögn um nýtt rekstarleyfi að Eyrarbraut 3a, Fjöruborðið, veitingar, flokkur II. | ||
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. | ||
9. | 1703026 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak 9-1703026 | |
Lagt var fram erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis,dags. 3. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl. | ||
Lagt fram. | ||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:10
Gunnar Egilsson | Ari B. Thorarensen | |
Eyrún Björg Magnúsdóttir | Helgi Sigurður Haraldsson | |
Eggert Valur Guðmundsson | Ásta Stefánsdóttir |