Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


9.3.2017

103. fundur bæjarráðs

103. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 9. mars 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1701028 - Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2017
  37. fundur haldinn 22. febrúar
  Fundargerðin staðfest.
     
2.   1701024 - Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2017
  33. fundur haldinn 1. mars
  -liður 5, 1702281, framkvæmdaleyfisumsókn fyrir endurnýjun á háspennustreng frá Austurvegi við Rauðholt að Vallholti. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði samþykkt. -liður 6, 1702280, framkvæmdaleyfisumsókn fyrir háspennustreng frá Stóra -Hrauni að Hraunsstekk. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði samþykkt. -liður 7, 1702279, framkvæmdaleyfisumsókn til endurnýjunar á háspennustreng og lágspennustreng frá Eyravegi að Kirkjuvegi. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði samþykkt. -liður 8, 1702298 framkvæmdaleyfisumsókn fyrir borholu til uppdælingar á kælivatni: Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði samþykkt. -liður 11, 1611004, umsókn um breytingu á byggingarreit að Háheiði 3, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt. -liður 12, 1611133, umsókn um breytingu á stærð byggingarreits að Mólandi 5-7, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt. -liður 16, 1609217, deiliskipulagsbreyting, Víkurheiði. Lagt er til við bæjarstjórn að tekið verði tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og deiliskipulagsbreytingin sem tekur mið af þeim verði samþykkt. -liður 17, 1609216, tilaga að breyttu deiliskipulagi í Hagalandi. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst. Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
3.   1702015 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2017 3-1702015
  847. fundur haldinn 24. febrúar
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
4.   1703005 - Samningur um æskulýðsstarf við sveitarfélagið 4-1703005
  Lögð voru fram drög að samningi milli Sveitarfélagsins Árborgar og Selfosssóknar um framkvæmd æskulýðsstarfs á vegum Selfosskirkju.
  Bæjarráð staðfestir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann.
     
5.   1701006 - Íbúafjöldi í Árborg 2017 5-1701006
  Lagðar voru fram upplýsingar um íbúafjölda í Árborg 1. mars
  Lagt fram til kynningar.
     
6.   1701123 - Rekstrarleyfisumsögn - gistiheimilið Fífa 6-1701123
  Lögð var fram beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 3. febrúar, um umsögn vegna umsóknar um rekstraleyfi að Fossvegi 2 íb. 102.
  Með vísan til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar getur bæjarráð ekki veitt jákvæða umsögn um erindið.
     
7.   1703010 - Beiðni um vilyrði fyrir lóð að Víkurheiði 5 7-1703010
  Lögð var fram beiðni frá Vók ehf, dags. 1. mars, þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóð að Víkurheiði 5.
  Bæjarráð samþykkir vilyrði til sex mánaða fyrir lóðinni. Bæjarráð felur skipulags- og byggingarnefnd að úthluta lóðinni þegar nýtt deiliskipulag hefur tekið gildi, enda hafi umsækjandi þá lagt fram öll gögn skv. reglum um lóðarúthlutun.
     
8.   1702357 - Rekstrarleyfisumsögn - Fjöruborðið 8-1702357
  Lögð var fram beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 28. febrúar, um umsögn um nýtt rekstarleyfi að Eyrarbraut 3a, Fjöruborðið, veitingar, flokkur II.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
9.   1703026 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak 9-1703026
  Lagt var fram erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis,dags. 3. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl.
  Lagt fram.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:10  

Gunnar Egilsson   Ari B. Thorarensen
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson   Ásta Stefánsdóttir

   


Þetta vefsvæði byggir á Eplica