103. fundur bæjarráðs
103. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 7. ágúst 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, formaður, V-lista (V)
Margrét Katrín Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi, B-lista (B)
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista (D)
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri (S)
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
Formaður leitaði afbrigða að taka tvö mál á dagskrá annarsvegar tvær fyrirspurnir frá fulltrúum D-lista og undirskriftalista frá íbúum í Birkigrund. Var það samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar engar.
Almenn erindi
•1. 0709040 - Ósk frá Flugklúbbi Selfoss um breytingu á samþykki Sveitarfélagsins Árborgar um næturtakmörkun við flugumferð við Selfossflugvöll.
Bæjarráð óskar eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands varðandi slíkar breytingar á samþykktum.
- 2. 0711074 - Samningur við Tónlistarskóla Suðurlands
Áður á 102.fundi. Drög að samningi
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, vék af fundi og Sigrún Þorsteinsdóttir, V-lista, kom inná fundinn í hennar stað.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita samning. Kostnaður vegna ársins 2008 verði tekinn af liðnum óráðstafað.
- 3. 0805050 - Leigusamningur á Skólavöllum 3
Drög að leigusamningi
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita samning.
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, kom inná fundinn að afgreiðslu málins lokinni og Sigrún Þorsteinsdóttir, V-lista, vék af fundi.
- 4. 0508068 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista um auglýsingu á skipulagi miðbæjarins á Selfossi.
Lögð fram á 102.fundi
Svar við fyrirspurn fulltrúa D-lista frá 102.fundi.
Auglýsing á skipulagi miðbæjar. Hvenær er áætlað að auglýsa skipulagið?Skipulagið verður auglýst á næstunni en lokaafgreiðslu Skipulagsstofnunar liggur ekki fyrir.
Eyþór Arnalds fulltrúi, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Sveitarfélagið getur auglýst deiliskipulagið í dag og er mikilvægt að það tefjist ekki þar sem að greiðslur til sveitarfélagsins vegna miðjusamningsins eiga að koma 90 dögum eftir auglýsingu. - 5. 0807054 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista um frágang lóða í miðbæ Selfoss
Lögð fram á 102.fundi
Svar við fyrirspurn fulltrúa D-lista frá 102.fundi.
Frágangur Miðjusvæðis. Hvað líður frágangi Miðjusvæðisins í hjarta Selfoss?Frágangur stendur yfir og mun ljúka á næstunni.
- 6. 0807112 - Beiðni um styrk vegna árshátíðar starfsfólks
Bæjarráð þakkar erindið en sér, sér ekki fært að verða við því að þessu sinni. Í fjárhagsáætlun ársins 2008 voru framlög til starfsmannamála aukin frá því sem verið hafði og í 3ja ára áætlun sveitarfélagsins voru áform kynnt um að unnið verði að enn frekari umbótum á sviði starfsmannamála. Markmiðið er að sveitarfélagið sé ávallt eftirsóknarverður vinnustaður fyrir áhugasamt og öflugt starfsfólk. Umræða um frekari framlög til starfsmannamála munu því verða til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2009.
Samþykkt samhljóða.
- 7. 0808006 - Mótmæli á bráðabirgðaframkvæmdum
Bæjarstjóra falið að svara bréfriturum.
Samþykkt samhljóða.Eyþór Arnalds fulltrúi, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Ég tek undir áhyggjur bréfritara. - 8. 0808009 - Fyrirspurn fulltrúum D-lista um endurnýjun skólalóðar við Sandvík.
Lögð var fram svohljóðandi fyrirspurn.Hvenær á árinu má búast við að framkvæmdum við endurnýjun skólalóðar í Sandvík verði lokið?
Framkvæmdirnar munu vera á framkvæmdaáætlun ársins 2008 og nú er stutt þar til skólastarf hefst. Aðstaða þar er þó ekki börnum bjóðandi í því ásigkomulagi sem nú er og enn á eftir að fjarlægja bráðabirgðahúsnæði af lóðinni.
Svar frá meirihluta bæjarráðs:
Framkvæmdir við endurbætur á skólalóð Vallaskóla, Sandvík eru hafnar en þessa dagana stendur yfir vinna við að fjarlægja síðustu lausu kennslustofurnar af lóðinni. Það er ánægjulegur áfangi að geta fjarlægt umræddar stofur sem komnar eru til ára sinna og hafa sinnt hlutverki sínu lengur en flestir hefðu kosið. Unnið er að skipulagi skólalóðarinnar í samstarfi Framkvæmda- og veitusviðs, Fjölskyldumiðstöðvar og stjórnenda Vallaskóla og verða niðurstöður þeirrar vinnu kynntar á næsta fundi skólanefndar. Framkvæmdirnar eru á áætlun ársins 2008 og verður hraðað sem kostur er þar sem stutt er í upphaf skólastarfs. - 9. 0808010 - Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista. Endurskipulagning skólalóðar á Sólvöllum
Lögð var fram svohljóðandi fyrirspurn.Hvenær má búast við að hönnun og endurskipulagning skólalóðar á Sólvöllum fari fram? Málið er ekki á framkvæmdaáætlun ársins 2008. Mikilvægt er að fara strax í hönnun og endurskipulagningu með það í huga að í húsnæðinu eru yngri nemendur en áður hafa verið þar.
Nauðsynlegt er að áætlun um umbætur á þessu ári standist þar sem fyrirhugað er að fara í vinnu við skólalóð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri á næsta ári og vonandi líka í Vallaskóla-Sólvöllum. Fyrir þessu er staðfestur vilji bæjarráðs frá 27. júní 2008 og áskorun frá skólanefnd frá 13. júní 2008.
Svar frá meirihluta bæjarráðs:
Endurskipulagning og endurbætur á skólalóð Vallaskóla við Sólvelli eru ekki á framkvæmdaáætlun ársins 2008. Framundan er vinna við áætlanir vegna ársins 2009 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2010-2012 og verða þessar framkvæmdir meðal þeirra verkefna sem fyrir liggur að fjalla um.
Erindi til kynningar
•10. 0807101 - Ársskýrsla Barnaverndarstofu 2006-2007
Skýrsla aðgengileg í Ráðhúsi Árborgar
Lagt fram.
- 11. 0807082 - Lýðræðisvika Evrópuráðsins 2008
Lagt fram. - 12. 0704151 - Almenningssamgöngur
Bæjarstjóri kynnir stöðu málsins
Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála, bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu. - 13. 0806088 - Jarðskjálftar 2008 - framkvæmdastjórn endurreisnar
Bæjarstjóri kynnir stöðu mála
Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála.Bæjarráð ítrekar þakkar til starfsfólks sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf í kjölfar jarðskjálftanna í maí s.l.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:15
Jón Hjartarson |
|
Margrét Katrín Erlingsdóttir |
Eyþór Arnalds |
|
Ragnheiður Hergeirsdóttir |
Rósa Sif Jónsdóttir |
|
|