104. fundur bæjarráðs
104. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 16. ágúst 2012 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10 
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, varamaður D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá svar Innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn um byggingu brúar yfir Ölfusá. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
| 
 1.  | 
 1201023 - Fundargerð menningarnefndar  | 
|
| 
 20. fundur haldinn 07.08.12  | 
||
| 
 Fundargerðin staðfest.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 2.  | 
 1208004 - Trúnaðarmál  | 
|
| 
 Fært í trúnaðarbók.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 3.  | 
 1208028 - Samningur um verkefnastjórn vegna endurskoðunar á fyrirkomulagi sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla í Árborg  | 
|
| 
 Bæjarráð felur fræðslustjóra að rita undir samninginn og vísar kostnaði til viðauka við fjárhagsáætlun.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 4.  | 
 1201147 - Unglingalandsmót og hátíðir í Sveitarfélaginu Árborg, þakkir til aðstandenda  | 
|
| 
 Að loknu unglingalandsmóti UMFÍ þakkar bæjarráð starfsmönnum, sjálfboðaliðum og skipuleggjendum fyrir vel unnin störf. Reynslan af þessu móti sýnir að uppbygging íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu á síðustu árum hefur sett Selfoss í fremstu röð hvað varðar aðstöðu fyrir hvaða íþróttagrein sem er. Á næsta ári verður haldið landsmót UMFÍ á Selfossi og er sveitarfélagið vel í stakk búið. Bæjarráð þakkar jafnframt aðstandendum hátíða sem haldnar hafa verið í sveitarfélaginu í sumar fyrir frábært starf.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 5.  | 
 1112116 - Hamingjuóskir vegna góðs gengis á Ólympíuleikum  | 
|
| 
 Bæjarráð óskar Þóri Hergeirssyni og Vésteini Hafsteinssyni til hamingju með frábæran árangur á Ólympíuleikunum í London 2012.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 6.  | 
 0504045 - Svar Innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn um smíði brúar yfir Ölfusá  | 
|
| 
 Vegna umræðu um flýtingu smíði brúar yfir Ölfusá óskaði bæjarráð eftir upplýsingum frá Innanríkisráðuneytinu um stöðu málsins. Í svari Innanríkisráðuneytisins kemur fram að í þingsályktun um samgönguáætlun 2011-2022 sem samþykkt var 19. júní 2012, komi fram í töflu á bls. 15 að á tímabilinu 2015-2018 sé veitt 2,5 milljörðum króna til smíði brúar yfir Ölfusá. Þar komi jafnframt fram að gert sé ráð fyrir að ljúka verkinu á árunum 2019-2020. Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.  | 
||
| 
 
  | 
||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 09:15.
 
| 
 Eyþór Arnalds  | 
 
  | 
 Ari B. Thorarensen  | 
| 
 Eggert V. Guðmundsson  | 
 
  | 
 Helgi Sigurður Haraldsson  | 
| 
 Þórdís Eygló Sigurðardóttir  | 
 
  | 
 Ásta Stefánsdóttir  |