Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.3.2017

104. fundur bæjarráðs

104. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 16. mars 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista Einnig sat fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, boðaði forföll. Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1.   1701029 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar
  28. fundur frá 8. mars
  Fundargerðin staðfest.
     
2.   1701027 - Fundargerð fræðslunefndar
  30. fundur haldinn 8. mars
  Fundargerðin staðfest.
     
Almenn afgreiðslumál
3.   1701080 - Styrkbeiðni vegna verkefnisins Sögusjóður Selfossbæjar 3-1701080
  Lögð var fram styrkbeiðni frá Má Ingólfi Mássyni, ódagsett, vegna verkefnisins Sögusjóður Selfossbæjar. Sótt er um tvíþættan styrk, annars vegar fjárstyrk og hins vegar ósk um að fá úthlutað léninu selfoss.is. Bæjarráð óskar eftir að fá Má Ingólf á fund sinn til frekari kynningar.
     
4.   1603040 - Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg 4-1603040
  Lagður var fram samningur Framkvæmdasýslu ríkisins við Sveitarfélagið Árborg og velferðarráðuneytið, um byggingu hjúkrunarheimilis í Árborg. Bæjarráð staðfestir samninginn.
     
5.   1703076 - Beiðni um fjárheimild til endurnýjunar iðntölvu fyrir Sundhöll Selfoss 5-1703076
  Lögð var fram beiðni menningar- og frístundafulltrúa, dags. 12. mars, um fjárheimild til endurnýjunar iðntölvu fyrir Sundhöll Selfoss. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 3.700.000 vegna endurnýjunar iðntölvu.
     
6.   1703077 - Umsögn - frumvarp til laga um orlof húsmæðra, afnám laganna 6-1703077
  Lagt var fram erindi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 10. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), veittur er frestur til 24. mars nk.
     
7.   1703078 - Rekstrarleyfisumsögn - Hótel Selfoss 7-1703078
  Lögð var fram beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 13. mars, um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að Eyravegi 2, Hótel Selfoss, flokkur IV. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
8.   1506088 - Umferð og umferðarskipulag við Votmúlaveg
  Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar, kom inn á fundinn undir þessum lið. Rætt var um mögulega færslu Votmúlavegar frá bæjunum Votmúla og Austurkoti. Fram kom hjá Svani að vilji væri til þess að færa veginn en ekki lægi fyrir fjármagn til verksins. Færslan væri inni í langtímaáætlun samgönguáætlunar á 3ja tímabili. Bæjarráð hvetur til þess að allra leiða verði leitað til að færa veginn til samræmis við aðalskipulag, þ.e. norður fyrir Votmúla og Austurkot. Verkefnið er afar brýnt enda mikil og hröð umferð um veginn og liggur hann mjög nálægt heimilum fólks og stafar hætta af fyrir börn og aðra vegfarendur. Hröð uppbygging er á svæðinu og mun umferð um veginn því halda áfram að aukast.
     
Erindi til kynningar
9.   1703035 - Orlof húsmæðra 2017 9-1703035
  Lagt var fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. mars, þar sem fram koma upplýsingar frá velferðarráðaneytinu um hvert framlag sveitarfélaga skuli vera til orlofsnefnda á hverju svæði vegna orlofs húsmæðra 2017.
     
10.   1603040 - Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg 10-1603040
  Lög var fram ályktun aðalfundar Félags eldri borgara Selfossi, dags. 7. mars, til heilbrigðisráðherra þar sem vakin er athygli á skorti á hjúkrunarrýmum í sýslunni eftir lokun tveggja hjúkrunarheimila á svæðinu á stuttum tíma.
     
11.   1702340 - Styrktarsjóður EBÍ 2017 11-1702340
  Lagt var fram erindi Styrktarsjóðs EBÍ, dags. 23. febrúar, þar sem fram koma breytingar sem orðið hafa á styrktarsjóðnum ásamt upplýsingum um umsóknarfyrirkomulag og umsóknarfrest.
     
12.   1703075 - Stefna Krónunnar ehf vegna ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um brauðbari 12-1703075
  Lögð var fram stefna, dags. 9. mars, sem lögð verður fram í Héraðsdómi Suðurlands á hendur Sveitarfélaginu Árborg og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.
     
 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:50.
Gunnar Egilsson   Ari B. Thorarensen
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
Ásta Stefánsdóttir    
   

Þetta vefsvæði byggir á Eplica