Fundargerðir til kynningar |
1. |
1703106 - Fundargerð stjórnar Bergrisans bs., byggðasamlags í málefnum fatlaðra
1-1703106 |
|
24. fundur haldinn 20. febrúar |
|
Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
|
|
|
2. |
1702104 - Fundargerð stjórnar SASS
2-1702104 |
|
517. fundur haldinn 3. mars |
|
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bæjarráð Árborgar tekur undir eftirfarandi bókun SASS í f-lið 6. tl. fundargerðarinnar þar sem mótmælt er breytingum á samgönguáætlun: "Stjórn SASS lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með að dregið verði úr fjárframlögum til vegamála á landsbyggðinni. Stjórnin furðar sig enn fremur á að samgönguáætlun, sem fjölmörgum var send til umsagnar og samþykkt var samhljóða á Alþingi í október 2016, skuli meðhöndluð sem alger markleysa. Hvað varð um samráðið og samtalið sem sífellt er boðað? Stjórn SASS telur að ráðherra og ríkisstjórn fari fram í fullkomnu heimildarleysi með breytingu á forgangsröðun samgönguáætlunar án þinglegrar meðferðar. Við þetta munu Sunnlendingar ekki una." |
|
|
|
3. |
1701162 - Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga
3-1701162 |
|
180. fundur haldinn 14. mars |
|
Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
|
|
|
4. |
1701105 - Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu
4-1701105 |
|
13. fundur haldinn 14. mars |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
5. |
1702103 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands
5-1702103 |
|
178. fundur haldinn 17. mars |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
6. |
1701080 - Styrkbeiðni Más Ingólfs Mássonar vegna verkefnisins Sögusjóður Selfossbæjar (áður lagt fram á 104. fundi) |
|
Már Ingólfur Másson kom inn á fundinn og kynnti verkefnið. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 200.000 kr. Framkvæmdastjóra falið að gera samning við Má um afnot af léninu selfoss.is. |
|
|
|
7. |
1701002 - Upplýsingar um stöðu á móttöku flóttafólks |
|
Sólveig B. Sveinbjörnsdóttir, verkefnisstjóri, og Omran, sem starfar sem túlkur vegna móttöku flóttamannanna, komu inn á fundinn og fóru yfir stöðu mála. Vel hefur gengið við móttöku fjölskyldunnar sem komin er til Selfoss, en enn liggur ekki fyrir hvenær önnur fjölskylda sem ætlunin er að taka á móti muni koma til landsins. |
|
|
|
8. |
1703103 - Umsögn - frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, afnám lágmarksútsvars
8-1703103 |
|
Lagt var fram erindi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, dags. 14. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars). Bæjarráð Árborgar mótmælir harðlega hugmyndum um afnám lágmarksútsvars. Að auki bendir bæjarráð á að ótækt sé að taka slíka ákvörðun án heildarendurskoðunar á Jöfnunarsjóðsframlögum sem tæki mið af slíku fyrirkomulagi útsvars. |
|
|
|
9. |
1703129 - Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um útlendinga, frestun réttaráhrifa o.fl.
9-1703129 |
|
Lagt var fram erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 16. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (frestun réttaráhrifa o.fl.), veittur er frestur til 26. mars. |
|
|
|
10. |
1703124 - Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgangna, innleiðing alþjóðlegra skuldbindinga, EES-reglur
10-1703124 |
|
Lagt var fram erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 15. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgangna (innleiðing alþjóðlegra skuldbindinga, EES-reglur), veittur er frestur til 29. mars. |
|
|
|
11. |
1703130 - Umsögn - frumvarp til laga um Umhverfisstofnun
11-1703130 |
|
Lagt var fram erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 17. mars, þar sem óskað er eftir umsögn til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), veittur er frestur til 31. mars. |
|
|
|
12. |
1703102 - Styrkbeiðni - ráðstefna um málefni lesblindra 2017
12-1703102 |
|
Styrkbeiðni frá Félagi lesblindra á Íslandi, dags. 13. mars, þar sem óskað er eftir styrk upp á 35.000 kr. vegna ráðstefnu sem félagið mun halda í maí nk. Bæjarráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið. |
|
|
|
13. |
1703101 - Styrkbeiðni – Nótan - uppskeruhátíð tónlistarskóla 2017
13-1703101 |
|
Lagt var fram erindi frá framkvæmdastjórn Nótunnar, dags. 6. mars, þar sem óskað er eftir styrk við Nótuna - uppskeruhátíð tónlistarskóla 2017. Bæjarráð samþykkir 15.000 kr. styrk. |
|
|
|
14. |
1703131 - Bílastæði og aðkoma að hundasvæði við Suðurhóla
14-1703131 |
|
Lagt var fram erindi frá Taumi, hagsmunafélagi hundaeigenda í Árborg, dags. 14. mars, þar sem óskað er eftir því við sveitarfélagið að núverandi bílastæði við hundasleppisvæði verði lagað og það stækkað ásamt því að hluti svæðisins verði sléttaður. Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar. |
|
|
|
15. |
1703171 - Tilboð - hesthúsalóðin Vallartröð 3 |
|
Kauptilboð í hesthúsalóðina Vallartröð 3, dags. 21. mars. |
|
Lagt var fram kauptilboð í lóðina Vallartröð 3, Selfossi. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að gera gagntilboð í lóðina. |
|
|
|
16. |
1703172 - Samkomulag um framkvæmd 17. júní hátíðarhalda á Selfossi 2017 - 2019
16-1703172 |
|
Samningur Sveitarfélagsins Árborgar við Sonus ehf vegna framkvæmda við hátíðarhöld þjóðhátíðardaginn 17. júní árin 2017-2019. |
|
Bæjarráð staðfestir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann. |
|
|
|