105. fundur bæjarráðs
105. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 28. ágúst 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, formaður, V-lista (V)
Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista (D)
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri (S)
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Forseti bæjarráðs leitaði afbrigða til að taka á dagskrá tillögu varðandi húsnæði Háskólafélags Suðurlands á Selfossi.
Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0801042 - Fundargerð leikskólanefndar Árborgar
29.fundur haldinn 20. ágúst s.l.
-liður 1, 0802044 flutningur á starfsemi leikskólanna Glaðheima og Ásheima í Jötunheima, bæjarráð tekur undir með leikskólanefnd að ánægjulegt sé að leikskólarnir flytji samtímis í Jötunheima.
Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynningar:
2. 0801088 - Fundargerð stjórnar SASS
415.fundur haldinn 20. ágúst
Lagt fram.
Almenn erindi
3. 0808044 - Tillaga endurskoðunarnefndar sveitarfélaganna í Árnessýslu að sameiginlegri almannavarnarnefnd fyrir sýsluna.
Bæjarráð samþykkir tillögu að samþykkt fyrir sameiginlega almannavarananefnd allra sveitarfélaga í Árnessýslu og veitir bæjarstjóra umboð til að undirrita samþykktirnar f.h. sveitarfélagsins. Bæjarráð veitir sameiningarnefndinni umboð til að senda Héraðsnefnd Árnesinga erindi um að Héraðsnefnd verði vettvangur ákvarðana og umræðu sem ráð er fyrir gert í meðfylgjandi tillögu að samþykktum. Bæjarráð veitir fulltrúum sínum í Héraðsnefnd umboð til að ganga frá kjöri fulltrúa Árborgar í nýja sameinaða almannavarnanefnd Árnessýslu í október n.k.
4. 0808066 - Afrit af bréfi heilbrigðisráðuneytisins til fjármálaráðuneytisins varðandi fyrirhugaða sölu á sölu á eignarhluta ríkisins í Austurvegi 28 - Ljósheimar
Bæjarráð felur bæjarritara að fara yfir gögn um eignarhald á húsinu.
5. 0808116 - Tillaga um samstarf við stjórn Háskólafélags Suðurlands um uppbyggingu húsnæðis fyrir starfsemina á Selfossi.
Bæjarráð Árborgar lýsir yfir áhuga sínum á samstarfi við stjórn Háskólafélags Suðurlands um uppbyggingu húsnæðis fyrir starfsemina á Selfossi. Bæjarráð leggur áherslu á að framtíðarhúsnæði fyrir Fræðslunet Suðurlands, Jarðskjálftamiðstöð HÍ og fleiri stofnanir sem tengjast fræða- og rannsóknarstarfi á Selfossi verði í nánum tengslum við starfsemi og aðstöðu Háskólafélagsins. Sveitarfélagið Árborg vill leggja sitt af mörkum til þess að greiða fyrir slíku samstarfi. Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með stjórn HS vegna málsins.
Bæjarfulltrúar B-, S- og V-lista.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Erindi til kynningar
6. 0808051 - Erindi menntamálaráðuneytisins um evrópskan tungumáladag 26. september 2008
Lagt fram.
7. 0808076 - Tilkynning um ársþing Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga 2008
Bæjarráð vekur athygli á því að þessa daga er vetrarfrí í mörgum skólum á Suðurlandi og því óskað eftir að dagsetningu fundarins verði breytt.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:33.
Jón Hjartarson
Þorvaldur Guðmundsson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir