Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


4.9.2008

106. fundur bæjarráðs

106. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 4. september 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt: 
Jón Hjartarson, formaður, V-lista (V)
Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista (D)
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar:

1. 0801021 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
55.fundur haldinn 28.ágúst


-liður 2, 0808003, beiðni um uppsetningu blaðakassa Fréttablaðsins, lagt var til að erindinu yrði hafnað, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Eyþórs Arnalds, D-lista, sem óskaði eftir að bókað yrði: Fríblöð eru orðin þáttur í þjónustu við almenning og er missir af þeim fyrir marga. Rétt væri að veita tímabundið leyfi fyrir breyttu dreifingarfyrirkomulagi Fréttablaðsins.

-liður 6, 0808097, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um deiliskipulag að Sandvíkurheiði í Árborg (Eyðimörk). Bæjarráð felur skipulags- og byggingafulltrúa að leita umsagnar Vegagerðarinnar varðandi vegtengingu við Eyrarbakkaveg.
Fundargerðin staðfest að öðru leyti en hvað varðar afgreiðslu nefndarinnar á 2. lið.

2. 0801047 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
150.fundur haldinn 28.ágúst


Fundargerðin staðfest.

Fundargerðir til kynningar:

3. 0801155 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands
111.fundur haldinn 26.ágúst


Lagt fram.


Almenn erindi

4. 0709040 - Umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um beiðni Flugklúbbs Selfoss um breytingu á starfsleyfisskilyrðum

Bæjarráð samþykkir að breyta reglum um takmörkun á flugumferð þannig að einungis flugtök verði bönnuð milli 23:00 og 7:00 og felur bæjarritara að láta auglýsa breytinguna, 1. gr. samþykktarinnar orðist því svo:
Næturtakmarkanir: Á milli 23:00 og 07:00 eru flugtök bönnuð. Heimilt er að víkja frá þessu í neyðartilvikum og skal það skráð sérstaklega.

5. 0711074 - Sérstakt samþykki menntamálaráðuneytisins vegna reksturs Tónsmiðju Suðurlands

Bréf menntamálaráðuneytisins var lagt fram.

6. 0808121 - Beiðni Félags dagforeldra á Suðurlandi um stuðning í húsnæðismálum

Lögð var fram svohljóðandi tillaga að afgreiðslu:
Bæjarráð fagnar því að stofnuð hafi verði samtök dagforeldra, enda er það til þess fallið að styrkja og efla starfið. Bæjarráð bendir á að dagforeldrar eru sjálfstæðir atvinnurekendur og sér bæjarráð sér ekki fært að styrkja einn hóp atvinnurekenda umfram aðra.

Eyþór Arnalds, D-lista, lagði fram svohljóðandi breytingatillögu:
Bæjarstjóra verði falið að vinna að úrlausn í samráði við stjórn Félags dagforeldra á Suðurlandi.

Gert var fundarhlé.

Lögð var fram svohljóðandi frávísunartillaga:
Bæjarstjóri hefur rætt ítarlega við fulltrúa dagforeldra og haft gott samstarf við þá. Meirihluti bæjarráðs telur þar af leiðandi að tillaga fulltrúa D-lista sé óþörf.
Frávísunartillagan var borin undir atkvæði samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði bæjarfulltrúa D-lista.

Tillaga um afgreiðslu málsins var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Eyþórs Arnalds, D-lista.

Erindi til kynningar

7. 0808032 - Almenningssamgöngur staða mála

Formaður bæjarráðs fór yfir stöðu mála.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:47.

Jón Hjartarson                         
Þorvaldur Guðmundsson
Eyþór Arnalds                         
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica