106. fundur bæjarráðs
106. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn fimmtudaginn 30. ágúst 2012 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. 1201021 - Fundargerð fræðslunefndar Árborgar 2012
23. fundur haldinn 23. ágúst
-liður 10, ytra mat á skólastarfi. Bæjarráð óskar eftir að fá skýrslu um ytra mat á grunnskólum til skoðunar.
Fundargerðin staðfest.
2. 1202236 - Fundargerðir stjórnar SASS 2012
456. fundur haldinn 2. maí 457. fundur haldinn 10. ágúst
Lagt fram.
3. 1201004 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2012
218. fundur haldinn 9. ágúst
Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um þróun sorpmagns í Sveitarfélaginu Árborg.
Fundargerðin lögð fram.
4. 1203082 - Milliuppgjör 2012, sex mánaða uppgjör
Ásbjörn Sigurðsson kom inn á fundinn, farið var yfir milliuppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins.
5. 1208032 - Stofnun byggðasamlags um kaup á fasteignum vegna málefna fatlaðra
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti stofnun byggðasamlags um eignarhald á fasteignum vegna málefna fatlaðra.
6. 1206085 - Erindi íbúa við Hlaðavelli varðandi umferð um Hlaðavelli og farfuglaheimilið Austurvegi 28
Bæjarráð óskar eftir minnisblaði skipulags- og byggingarfulltrúa vegna málsins.
7. 0710119 - Lóð við leikskólann Árbæ, beiðni um viðbótarfjármagn til framkvæmda
Bæjarráð samþykkir viðbótarframlag að fjárhæð kr. 2.824.200 til framkvæmda við leikskólann Árbæ, kostnaði er vísað til viðauka við fjárfestingaáætlun.
8. 1208099 - Beiðni um heimild til að bæta við 0,5 stöðugildi í félagslega heimaþjónustu
Bæjarráð samþykkir aukningu um 0,5 stöðugildi í félagslegri heimaþjónustu til áramóta, kostnaði er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun. Beiðninni að öðru leyti vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2013.
9. 1004111 - Tryggvaskáli, framtíðarnot
Bryndís Brynjólfsdóttir og Þorvarður Hjaltason, fulltrúar í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar Tryggvaskála, komu inn á fund bæjarráðs. Rætt var um framtíðarnot Tryggvaskála og stofnun vinnuhóps um framtíðarhlutverk hússins.
10. 1106045 - Skipulagsmál í Byggðarhorni
Guðrún Thorsteinsson og Símon Ólafsson koma á fundinn og gerðu grein fyrir sínum sjónarmiðum vegna skipulagsmála í Byggðarhorni.
11. 1205409 - Staða á vinnumarkaði, ársfjórðungsupplýsingar frá Vinnumálastofnun
Bæjarráð bendir á að athyglisvert sé að munur er á tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofunnar. Atvinnuleysi hefur minnkað samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar en aukist skv. tölum Hagstofunnar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00.
Eyþór Arnalds |
|
Elfa Dögg Þórðardóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |