106. fundur bæjarráðs
106. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 30. mars 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, varaformaður Sandra Dís Hafþórsdóttir, varamaður, bæjarfulltrúi D-lista Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Gunnar Egilsson, D-lista, boðaði forföll. Leitað var afbrigða að taka á dagskrá umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga og tillögu um töku tilboðs í útboð v/Kirkjuvegar. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 1701028 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar | |
38. fundur haldinn 22. mars | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
2. | 1701162 - Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga | |
181. fundur haldinn 21. mars | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
3. | 1701154 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands | |
254. fundur haldinn 22. mars | ||
Lagt fram. | ||
Almenn afgreiðslumál | ||
4. | 1703194 - Rekstrarleyfisumsögn - Arctic Nature Hotel 4-1703194 | |
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 22. mars, um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að Eyravegi 26, flokki II. | ||
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. | ||
5. | 1605097 - Viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Árnessýslu 5-1605097 | |
Lagður var fram samningur við KPMG, dags. 20. janúar, vegna vinnu við sviðsmyndagerð í tengslum við mögulega sameiningu sveitarfélaganna í Árnessýslu ásamt afgreiðslu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á styrkbeiðni til verkefnisins og síðustu fundargerð starfshóps frá 7. febrúar. | ||
Bæjarráð staðfestir samninginn. Í kjölfar þess að sveitarfélögin öll í Árnessýslu ákváðu að kanna kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna var leitað til KPMG til að stýra verkefninu. Það verður gert með sviðsmyndavinnu þar sem leitast verður við að horfa til framtíðar og rýna hvernig samfélag íbúa og atvinnulífs í Árnessýslu geti þróast í framtíðinni og ekki síður með tilliti til þeirra skyldna og krafna sem gerðar verða til sveitarfélaganna. Í þessu vinnuferli verður mikið lagt upp úr samtali við íbúa og sveitarstjórnarmenn til að greina helstu drifkrafta í starfsumhverfi sveitarfélaganna í Árnessýslu og móta í kjölfarið ólíkar (yfirleitt 3-4) sviðsmyndir um hugsanlega þróun, bæði með og án sameiningar. Undirbúningur er þegar hafinn og gagnaöflun sem felst m.a. í viðtölum við íbúa, rafrænum könnunum og fjárhagslegri greiningu. Í vor verða svo haldnir vinnufundir með sveitarstjórnarmönnum og einnig íbúafundir. Reiknað er með að niðurstöður vinnunnar verði kynntar haustið 2017. | ||
6. | 1703243 - Niðurgreiðsla vegna barna hjá dagforeldrum 6-1703243 | |
Upplýsingar frá fræðslustjóra um kostnað við niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum. | ||
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna hækkunar niðurgreiðslna vegna barna hjá dagforeldrum úr 30.000 kr. á mánuði í 50.000 kr. (66%) frá og með 1. apríl 2017. | ||
7. | 1703274 - Umsögn - frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði 7-1703274 | |
Lögð var fram beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 28. mars 2017, um umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 306. mál. Veittur er frestur til 18. apríl nk. | ||
Bæjarráð Árborgar mótmælir harðlega fyrirliggjandi frumvarpi sem felur í sér grundvallarbreytingu á starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Boðuð breyting felur ekki í sér jöfnun á tekjum sveitarfélaga og með engu móti er tekið tillit til þess hvort sveitarfélög þurfi að fullnýta tekjustofna. Þá felur frumvarpið í sér fordæmalausa skerðingu á tekjustofnum sveitarfélaga með afturvirkjum hætti. Slíkt orkar tvímælis í ljósi 78. gr. stjórnarskrár þar sem kveðið er á um að tekjustofnar sveitarfélaga skuli ákveðnir með lögum, en brýtur einnig blað varðandi samskipti ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfélög geta þá ekki byggt á gildandi lögum varðandi áætlanir um tekjur þeirra. Í ljósi alls framangreinds samþykkir bæjarráð að Sveitarfélagið Árborg undirbúi málsókn, þar sem krafist verður viðurkenningar á bótaábyrgð íslenska ríkisins vegna skerðingar á jöfnunarframlögum til sveitarfélagsins, verði fyrirliggjandi frumvarp að lögum. | ||
8. | 1611145 - Endurnýjun Kirkjuvegar 2017 | |
Lögð fram tillaga um að tekið verði tilboði Borgarverks ehf í verkefnið endurnýjun Kirkjuvegar 2017. Tilboðið er að fjárhæð kr. 142.400.000. | ||
Lögð var fram eftirfarandi tillaga: Tilboð í verkið „Kirkjuvegur 2017“ voru opnuð 23.02.2017. Eftirfarandi tilboð bárust (sjá einnig meðfylgjandi fundargerð frá opnun tilboða): Borgarverk ehf: 142.400.000.kr. D.Ing-verk ehf: 132.918.000.kr. Kostnaðaráætlun: 108.624.700.kr. D.Ing-verk ehf hefur verið tilkynnt um að félagið uppfylli ekki hæfnisskilyrði sem fram koma í kafla 0.1.3 í útboðsgögnum. Framkvæmda- og veitusvið og bæjarlögmaður hafa metið að Borgarverk ehf uppfylli hæfnisskilyrði útboðsgagna. Óska hér með eftir heimild bæjarráðs til að taka tilboði Borgarverks ehf í ofangreint verk. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Borgarverks ehf í verkið og leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins. | ||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:45
Sandra Dís Gunnarsdóttir | Ari B. Thorarensen | |
Eyrún Björg Magnúsdóttir | Helgi Sigurður Haraldsson | |
Eggert Valur Guðmundsson | Ásta Stefánsdóttir |