6.4.2017
107. fundur bæjarráðs
107. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 6. apríl 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá beiði Sýslumannsins á Suðurlandi um umsögn vegna tímabundins áfengisveitingaleyfis - Páskaskemmtun í Hvítahúsinu 13. apríl og 17. apríl. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
| Fundargerðir til kynningar |
| 1. |
1703106 - Fundargerð aukaaðalfundar Bergrisans bs.
1- 1703106 |
| |
Aukaaðalfundur haldinn 21. mars |
| |
Fundargerðin lögð fram. |
| |
|
|
| 2. |
1702015 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
2-1702015 |
| |
848. fundur haldinn 24. mars |
| |
Fundargerðin lögð fram. |
| |
|
|
| Almenn afgreiðslumál |
| 3. |
1703275 - Umsögn - frumvarp til laga um umferðarlög, bílastæðagjöld
3-1703275 |
| |
Lögð var fram beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 28. mars 2017, um umsögn um frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld), 307. mál. Veittur er frestur til 11. apríl nk. |
| |
|
|
| 4. |
1409062 - Uppbygging skólahúsnæðis í Árborg
4-1409062
4- Skýrsla starfshóps |
| |
Lögð var fram skýrsla starfshóps um uppbyggingu grunn- og leikskóla í Árborg, ásamt fundargerð starfshóps frá 27. mars. Bæjarráð þakkar fyrir skýrsluna og vísar henni til fræðslunefndar til umsagnar. |
| |
|
|
| 5. |
1703284 - Styrkbeiðni - útgáfa korts af Eyrarbakka
5-1703284 |
| |
Lögð var fram styrkbeiðni frá Magnúsi Karel Hannessyni, dags. 29. mars, fyrir hönd samstarfshóps um ferðamál á Eyrarbakka sem vinnur að kynningarbæklingi með korti og auglýsingum frá Bakkanum. Bæjarráð samþykkir að veita 150.000 kr styrk til verkefnisins. |
| |
|
|
| 6. |
1703272 - Áfangaskýrsla - yfirlit yfir stöðu úrgangsmála á Suðurlandi
6-1703272 |
| |
Lögð var fram skýrsla um stöðu úrgangsmála á Suðurlandi 2016. |
| |
|
|
| 7. |
1703295 - Kauptilboð - Grímsfjósastykki
7-1703295 |
| |
Ásta Stefánsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. Samþykkt var að afla frekari upplýsinga um málið. |
| |
|
|
| 8. |
1703171 - Tilboð - hesthúsalóðin Vallartröð 3
8-1703171 |
| |
Lagt var fram kauptilboð í Vallartröð 3, dags. 31. mars. Bæjarráð samþykkir tilboðið. |
| |
|
|
| 9. |
1701006 - Íbúafjöldi í Árborg 2017
9-1701006 |
| |
Lagðar voru fram upplýsingar um íbúafjölda í Árborg 1. apríl. Íbúar voru alls 8.545 hinn 1. apríl 2017. |
| |
|
|
| 10. |
1703233 - Fundartími bæjarráðs 2017 |
| |
Bæjarráð samþykkir að fella niður fund í næstu viku, þar sem reglulegan fundartíma ber upp á skírdag. Fundur í vikunni þar á eftir verður föstudaginn 21. apríl. |
| |
|
|
| 11. |
1704038 - Tækifærisleyfi - Hvíta húsið um páska 2017
11-1704038 |
| |
Lögð var fram beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 5. apríl 2017 um umsögn um umsókn um tímabundið áfengisleyfi í Hvítahúsinu, aðfaranótt 13. og 17. apríl. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
| |
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30.
Gunnar Egilsson
Ari B. Thorarensen
Eyrún Björg Magnúsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Ásta Stefánsdóttir