Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


18.9.2008

108. fundur bæjarráðs

108. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 18. september 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt:
Jón Hjartarson, formaður, V-lista (V)
Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista (B)
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista (D)
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri (S)
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá bókun um niðurskurð löggæslu í Árnessýslu. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar:

      •   1. 0801026 - Fundargerð skólanefndar grunnskóla
      frá 11.09.08


      Fundargerðin staðfest.

  • 2. 0801021 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
    frá 11.09.08


    -liður 8, 0806006, umferðarskipulag, lækkun hámarkshraða, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um lækkun hámarkshraða.
    Fundargerðin staðfest.

 

Fundargerðir til kynningar:

      •   3. 0802080 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
      frá 02.09.08


      Lagt fram.

Almenn erindi

      •   4. 0809055 - Beiðni um að sveitarstjórnir á Suðurlandi vinni saman að því að stöðu minjavarðar verði komið á á Suðurlandi

Bæjarráð Árborgar tekur undir með stjórn Háskólafélagsins og leggur áherslu á að stöðunni verði komið á sem fyrst.

  • 5. 0809071 - Landssöfnun Rauða krossins, Göngum til góðs, beiðni um að sjálfboðaliðar fái að fara frítt í sund

    Bæjarráð samþykkir beiðni Rauða krossins um að sjálfboðaliðar við söfnunina Göngum til góðs fái frítt í sund í sundlaugarnar á Selfossi og Stokkseyri laugardaginn 4. október n.k.
  • 6. 0808032 - Almenningssamgöngur Selfoss-Reykjavík, samningur við Vegagerð ríkisins um einkaleyfi

    Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann með fyrirvara um samþykki bæjarráðs og að teknu tilliti til athugasemda sem fram komu á fundinum.
  • 7. 0808032 - Almenningssamgöngur Selfoss-Reykjavík, samningur milli Hveragerðis og Árborgar um skiptingu kostnaðar

    Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann með fyrirvara um samþykki bæjarráðs og að teknu tilliti til athugasemda sem fram komu á fundinum.
    Eyþór Arnalds, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði: Í samningnum er mikilvægt að sé uppsagnarákvæði.
  • 8. 0808032 - Almenningssamgöngur Selfoss-Reykjavík, samningur við Strætó bs.

    Bæjarstjóra er falið að vinna að frágangi samnings í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund.
  • 9. 0704151 - Almenningssamgöngur innan Árborgar, samningur við Vegagerðina um einkaleyfi

    Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
  • 10. 0809105 - Framlag ríkisins til almenningssamgangna

    Sveitarfélög hafa aukið framlög sín til almenningssamgangna verulega á síðustu misserum og eru rökin ótvírætt jafnt íbúum sem umhverfinu til hagsbóta. Ríkið hagnast af þessari starfsemi í gegnum skattana en sveitarfélögin halda þjónustunni úti. Brýnt er að ríkið taki þátt í rekstri almenningssamgangna og leggi af skattheimtu vegna þeirra.
  • 11. 0809104 - Niðurskurður fjármuna til lögreglu

    Bæjarráð lýsir yfir þungum áhyggjum vegna frétta um niðurskurð á löggæslu í Árnessýslu og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

Erindi til kynningar

      •   12. 0808116 - Samstarf við Háskólafélag Suðurlands um uppbyggingu fræðslu- og þekkingarmiðstöðvar í Árborg

Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:15.

Jón Hjartarson
Þorvaldur Guðmundsson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica