109. fundur bæjarráðs
109. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 4. maí 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista Íris Böðvarsdóttir, varaáheyrnarfulltrúi, B-lista Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá fundargerð 40. fundar framkvæmda- og veitustjórnar frá 26.apríl. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 1701028 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar | |
40. fundur haldinn 26. apríl | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
2. | 1704271 - Fundargerð framkvæmdaráðs almannavarnanefndar Árnessýslu 2-1704271 | |
18. fundur haldinn 25. apríl | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
Almenn afgreiðslumál | ||
3. | 1704254 - Styrkbeiðni - starfsemi Bataseturs Suðurlands, geðræktarmiðstöð 3-1704254 | |
Lögð var fram styrkbeiðni Bataseturs Suðurlands, dags. 20. apríl, þar sem óskað er eftir stuðningi sem nemur 500-1000 kr. á einstakling í sveitarfélaginu eða 850.000-1.700.000 kr. Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar. | ||
4. | 1503158 - Vilyrði fyrir lóðum í miðbæ Selfoss | |
Leó Árnason, fulltrúi Sigtúns þróunarfélags, kom á fundinn og fór yfir stöðu mála varðandi áform um uppbyggingu miðbæjar á Selfossi. Inn á fundinn komu einnig undir þessum lið bæjarfulltrúarnir Kjartan Björnsson, Arna Ír Gunnarsdóttir og Sandra Dís Hafþórsdóttir. | ||
5. | 1603194 - Framkvæmdir við Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss 5-1603194-FYRRI HLUTI 5-1603194-SEINNI HLUTI | |
Lögð voru fram erindi Lögmanna Höfðabakka fyrir hönd Vegagerðarinnar, dags. 21. apríl og 28. apríl 2017, um áform um að breikka Suðurlandsveg frá Hveragerði að Selfossi. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að yfirfara gögnin og hefja samningaviðræður við Vegagerðina. | ||
6. | 1704298 - Umsögn - frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði 6-1704298 | |
Lagt var fram erindi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 28. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, mál 435. Veittur er frestur til 10. maí nk. Lagt fram. | ||
7. | 1704299 - Umsögn - frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna 7-1704299 | |
Lagt var fram erindi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 28. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, mál 436. Veittur er frestur til 10. maí nk. | ||
8. | 1704300 - Umsögn - tilaga til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021 8-1704300 | |
Lagt var fram erindi velferðarnefndar Alþingis, dags. 28. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021, mál 434. Veittur er frestur til 12. maí nk. | ||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:20. Gunnar Egilsson Ari B. Thorarensen Eyrún Björg Magnúsdóttir Eggert V. Guðmundsson Íris Böðvarsdóttir Ásta Stefánsdóttir