Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


25.9.2008

109. fundur bæjarráðs

109. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 25. september 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt:
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari


Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar:

•1.            0801034 - Fundargerð félagsmálanefndar
30.fundur haldinn 8.september


Fundargerðin staðfest.

  • 2. 0801043 - Fundargerð lista- og menningarnefndar
    17.fundur haldinn 18.september


    -liður 1, 0709111, menningarhúsnæði, bæjarráð felur verkefnisstjóra íþrótta-, forvarnar- og menningarmála í samráði við bæjarstjóra, að gera tillögu að framkvæmdaáætlun um uppbyggingu menningarhúsnæðis á grundvelli skýrslunnar og í samræmi við menningarstefnu sveitarfélagsins. Óskað er eftir að tillagan verði tilbúin þann 1. nóvember n.k.
    -liður 5, 0512037 listaverkið Sveipur, vegna gríðarlegrar hækkunar á heimsmarkaðsverði á stáli og breyttra aðstæðna hefur kostnaður við fyrirhugað listaverk farið verulega fram úr því sem áætlað var í upphafi, auk þess sem undirbúningsvinna vegna smíði verksins hefur dregist af óviðráðanlegum ástæðum. Meirihlutinn leggur áherslu á að listaverkið verði sett upp í sveitarfélaginu eins fljótt og unnt er og mun fjalla um málið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009 og þriggja ára áætlunar fyrir árin 2010-2012.
    Eyþór Arnalds, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði að hann óski eftir að fá samninginn við listamanninn lagðan fram á næsta fundi.
    Fundargerðin staðfest.
  • 3. 0801039 - Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar
    17.fundur haldinn 18. september


    -liður 13, söfnun RKÍ, Göngum til góðs, bæjarráð hvetur til þátttöku í verkefninu.
    Fundargerðin staðfest.

Fundargerðir til kynningar:

•4.            0801088 - Fundargerð stjórnar SASS
416.fundur haldinn 15.september


Lagt fram.

Almenn erindi

•5.            0809106 - Erindi frá SASS um þjónustu við innflytjendur á Suðurlandi

Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar.

  • 6. 0809130 - Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista um stjórnunarkostnað sveitarfélagsins

    Lögð var fram svohljóðandi fyrirspurn:
    Hver er stjórnunarkostnaður sveitarfélagsins árin 2002, 2003, 2004, 2005, 2006, 2007 og áætlaður kostnaður 2008?

    Fyrirspurnin lögð fram.

  • 7. 0809131 - Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista um fjölda skrifstofufólks og stjórnenda

    Lögð var fram svohljóðandi fyrirspurn:
    Hver er fjöldi skrifstofufólks og stjórnenda hjá sveitarfélaginu árin 2002, 2003, 2004, 2005, 2006, 2007 og áætlaður 2008?

    Fyrirspurnin lögð fram.

  • 8. 0809133 - Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista, yfirlit ráðninga í stjórnunarstöður og öll ný störf

    Lögð var fram svohljóðandi fyrirspurn:
    Óskað er eftir yfirlit ráðninga í stjórnunarstöður og öll ný stöðugildi frá 1. janúar 2007.

    Fyrirspurnin lögð fram.

  • 9. 0809134 - Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista, Hver er kostnaður við aðkeypta þjónustu

    Lögð var fram svohljóðandi fyrirspurn:
    Hver er kostnaður við aðkeypta þjónustu 2002, 2003, 2004, 2005, 2006, 2007 og áætlaður kostnaður 2008?

    Fyrirspurnin lögð fram.

Erindi til kynningar

•10.        0807015 - Vefaðgangur að fundargerðum stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram.

  • 11. 0808076 - Ársþing Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga 2008

    Lögð fram tilkynning um breytta tímasetningu.
  • 12. 0808004 - Framlag sveitarfélaga í Varasjóð húsnæðismála vegna ársins 2008

    Lagðar fram upplýsingar um fjárhæð gjaldsins.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:30.

Jón Hjartarson
Þorvaldur Guðmundsson
Eyþór Arnalds
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica