10.fundur atvinnuþróunarnefndar
10. fundur atvinnuþróunarnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn þriðjudaginn 21.júlí 2009 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00
Mætt:
Tómas Þóroddsson, formaður,
Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður V-lista,
Ólafur H. Jónsson, nefndarmaður D-lista,
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari.
Dagskrá:
1. 0811055 -
Erindi Meistarafélags Suðurlands varðandi stöðu byggingariðnaðarins á Suðurlandi á tímum efnahagsþrenginga
Atvinnuþróunarnefnd þakkar bréfið og tekur undir mikilvægi atvinnusköpunar. Sveitarfélagið Árborg hefur staðið fyrir ýmsum verklegnum framkvæmdum að undanförnu, eftir því sem aðstæður hafa leyft, m.a. má nefna að unnið er að byggingu nýs skólahúsnæðis á Stokkseyri, gerð útiklefa við sundhöll Selfoss, framkvæmdum á íþróttavallasvæði við Engjaveg og framkvæmdum við götur og göngustíga. Þá hafa staðið yfir umfangsmiklar endurbætur á fjölbýlishúsi sem er að mestu í eigu Leigubústaða Árborgar ehf., auk annarra smærri verka á viði viðhalds og endurbóta.
2. 0902158 -
Tölur yfir atvinnuleysi í Árborg
Lagðar voru fram tölur yfir atvinnuleysi hinn 16. júlí, en þá voru 385 einstaklingar á skrá, 199 karlar og 186 konur. Af þessum hópi voru 299 ekki skráðir í neina vinnu, 174 karlar og 125 konur. Til samanburðar þá voru 489 atvinnulausir hinn 29. apríl s.l., þar af voru 109 í hlutastarfi. Í marslok voru 494 atvinnulausir í Árborg og 430 í janúar s.l. Atvinnuþróunarnefnd óskar eftir að aflað verði mánaðarlega upplýsinga frá Vinnumálastofnun um aldursdreifingu atvinnulausra og úr hvaða atvinnugreinum þeir koma sem misst hafa vinnu.
3. 0904022 -
Smiðjan - niðurstöður starfshóps um Smiðjuna frá 13. maí s.l.
Niðurstaða stýrihóps Smiðjunnar var kynnt, en Smiðjunni var lokað í vor. Komi fram áhugi hjá íbúum á starfrækslu Smiðjunnar verður ákvörðun um lokun endurskoðuð enda hefur ekki verið hreyft við þeirri aðstöðu sem komið var upp að Austurvegi 34.
4. 0904224 -
Atvinnuátaksverkefni sem Sveitarfélagið Árborg hefur fengið samþykkt
Sveitarfélagið hefur sótt um þrjú sérstök atvinnuátaksverkefni til Vinnumálastofnunar, tvö á sviði skógræktar og umhverfismála þar sem samþykkt voru samtals 11 störf í 3 mánuði og eitt á sviði skráningar upplýsinga og gagna og var þar samþykkt eitt starf í 6 mánuði. Vinnumálastofnun greiðir laun sem svarar atvinnuleysisbótum, en sveitarfélagið það sem upp á vantar. Atvinnuþróunarnefnd lýsir ánægju sinni með þessi verkefni.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:35
Andrés Rúnar Ingason,
Ólafur H. Jónsson,