Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


27.5.2008

11. fundur landbúnaðarnefndar

11. fundur landbúnaðarnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 26. maí 2008  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 16:00

Mætt: 
Björn Harðarson, formaður, B-lista (B)
Grétar Zóphóníasson, starfsmaður
Þorsteinn G. Þorsteinsson, nefndarmaður D-listaJón Hjartarson, varaformaður, V-lista

Dagskrá:

•1. 0805119 - Girðingar. Viðhald og nýframkvæmd 2008

Munnlegar upplýsingar hafa fengust frá Vegagerðinni um að sveitarfélaginu sé úthlutað girðingarfé til að girða þriggja km. veggirðingu á þessu ári.
Var þá rætt um að girði norðan þjóðvegar 1 og Biskupstungnabrautar og einnig með Eyrarbakkavegi fyrir landi Stekka og Sandvíkur.

Samþykkt að senda Vegagerðinni bréf þar sem ítrekað er að fjármagn fáist til girðingarframkvæmda eins og um var rætt.

•2.  0805125 - Landaskipti Svf. Árborgar og ríkisins.

Sveitarfélagið hefur samið um kaup á hluta úr jörðunum Stóra og Litla - Hrauni, sem er í eigu ríkisins. Einnig fær ríkið hluta úr jörðinni Borg sem er í eigu sveitarfélagsins.
Stærsti hluti þess lands sem sveitarfélagið fær frá ríkinu er nýtt af íbúum sveitarfélagsins til beitar eða slægna, án skriflegs samkomulags þar um.
Hafa flestir þeir sem nýtt hafa landið haft samband við starfsmann nefndarinnar og óskað eftir áframhaldandi afnotum af landinu.
Rætt hefur verið um að óbreytt staða verði út þetta ár en frá næstu áramótum verði viðkomandi boðinn leigusamningur á sömu kjörum og öðrum þeim sem leigja land af sveitarfélaginu.
Uppsagnarákvæði af hendi landeiganda miðuðust við að landið geti orðið laust á skömmum tíma ef sveitarfélagið þyrfti á því að halda til annarra nota.

Samþykkt að landnot verði óbreytt til áramóta, að þeim tíma liðnum verði gerðir sambærilegir leigusamningar og í gildi er við núverandi leiguhafa að því tilskildu að þeir óski eftir landinu til áframhaldandi leigu.

•3. 0805121 - Reiðvegur á Eyrarbakka.

Lokið er lagningu reiðvegar á Eyrarbakka milli Háeyrarvegar og Engjavegar um 8oo m. að lengd.
Verið er að girða með veginum. Heildar kostnaður við verkið er um 2,2 mkr.

Aðrir reiðvegir eru á borði samstarfshóps um reiðvegi sem bæjarstjórn skipaði með fulltrúum Sleipnis og hestaeigendum á Selfossi. Starfshópur um endurskoðun aðalskipulags mun taka við ábendingum frá reiðvegahópnum ef til nýrra reiðvega kemur sem taka þarf tillit til í aðalskipulagi.

Nefndi fagnar þessum áfanga og vonast til að samstarfshópur um reiðvegi ljúki störfum sem fyrst.

 

•4. 0805120 - Framræsluskurðir - vegskurðir 2008

Fyrirhugað er að grafa nýjan skurð eftir Veitunni 2 á Eyrarbakka í framhaldi af skurðinum sem liggur á milli Veitunnar og Blikastykkis.
Skurður þessi er framhald af vegskurði sem liggur með Óseyrarvegi og flytur vatn sem annars fer að stærstum hluta suður fyrir veginn og til sjávar um holræsakerfi á Eyrarbakka.
Vegna aukinnar byggðar og fyrirhugaðrar skólabyggingar á umræddu svæði er nauðsynlegt að fara í þessa framkvæmd.
Veitan 2 er í útleigu, en þar sem stykkið verður að mestu ónothæft við þessa framkvæmd verður leigutaka boðið jafnstór spilda úr Borgarlandi í staðinn.

Nefndin samþykkir fyrirhugaða framræslu gegnum Veitunni 2 og fyrirhuguð skipti á leigulöndum.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 16.45

Björn Harðarson                                              
Grétar Zóphóníasson
Þorsteinn G. Þorsteinsson                                
Jón Hjartarson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica