11. fundur bæjarráðs
11. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 14.09.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Margrét K. Erlingsdóttir, varaformaður
Snorri Finnlaugsson, varamaður Þórunnar Jónu Hauksdóttur
Gylfi Þorkelsson, bæjarfulltrúi
Jón Hjartarson, áheyrnarfulltrúi
Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá kosningu varaformanns, skipun samstarfshóps um framtíð Selfossflugvallar og samstarfshóps um fuglafriðland í Flóa. Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Kosning varaformanns.
Tillaga um Margréti K. Erlingsdóttur sem varformann bæjarráðs samþykkt með tveimur atkvæðum, einn sat hjá fulltrúi S lista.
2. Fundargerðir til staðfestingar:
|
0601112 |
frá 30.08.06 |
|
|
b. |
0602078 |
frá 04.09.06 |
|
c. |
0605148 |
frá 14.06.06 og 06.09.06 |
|
d. |
0609038 |
frá 15.05.06, 18.05.06, 22.05.06, 23.05.06, 23.05.06, 26.05.06, 26.05.06,26.05.06, 27.05.06, 30.05.06, 08.06.06, 08.06.06 |
|
|
|
|
|
e. |
0609039 |
frá 23.05.06 og 27.05.06 |
|
f. |
0609040 |
frá 23.05.06 og 27.05.06 |
|
g. |
0609041 |
frá 23.05.06 og 27.05.06 |
|
h. |
0609042 |
frá 23.05.06 og 27.05.06 |
|
i. |
0609043 |
frá 23.05.06 og 27.05.06 |
2.b – liður 5. Bæjarráð samþykkir endurnýjun á umboði formanns skólanefndar í vinnuhóp um hugsanlegan flutning nemenda úr Vallaskóla í Sunnulækjarskóla.
2.c – liður 2.
Bókun bæjarráðs:
”Bæjarráð fagnar því að heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra samþykkti tvö ný almenn dagdvalarrými í Árborg en lýsir jafnframt miklum vonbrigðum með að ekki skuli veitt heimild fyrir fleiri dagdvalarrýmum, sérstaklega fyrir heilabilað fólk en þar er þörfin mjög brýn. Bæjarráð undirstrikar að þjónusta af þessu tagi er afar mikilvægur liður í þeirri stefnu að koma af fremsta megni í veg fyrir dvöl sjúkra og aldraðra á stofnunum. Mikil þörf er fyrir þessa þjónustu í Árborg og skorar bæjarráð á ráðherra að endurskoða ákvörðun sína.“
Fundargerðirnar staðfestar.
3. 0608097
Skipulag á eldri hluta Hjalladælar á Eyrarbakka
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu
4. 0605045
Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
5. 0609044
Sala félagslegra íbúða
Bæjarráð samþykkir að falla frá frestun á sölu á félagslegum íbúðum sem samþykkt var í bæjarráði 7. júlí 2005.
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra fjölskyldumiðstöðvar að koma með tillögu að reglum að sérstökum húsaleigubótum.
Bókun:
„Undirritaðir mótmæla þeirri ákvörðun meirihlutans að selja félagslegar íbúðir nú, á sama tíma og biðlisti eftir félagslegu leiguhúsnæði lengist og ekki dregur úr stöðugri íbúafjölgun í sveitarfélaginu. Ekki verður séð að sérstakar húsaleigubætur muni nýtast nema hluta þeirra sem nú eiga rétt á leiguhúsnæði á vegum sveitarfélagsins og því mun þessi ráðstöfun auka enn á ójöfnuð í sveitarfélaginu og erfiðleika þeirra sem höllum fæti standa. Jafnframt óska undirritaðir eftir svörum við eftirfarandi spurningum:
1. Hvað hyggst meirihlutinn selja margar leiguíbúðir og hvenær?
2. Hve háa upphæð ætlar meirihlutinn að leggja til „sérstakra húsaleigubóta“ og hve margir munu fá þær?
3. Hvernig ætlar meirihlutinn að bregðast við vanda þeirra sem nú eru á biðista eftir félagslegu leiguhúsnæði og munu ekki eiga rétt á sérstökum húsaleigubótum ?“
Gylfa Þorkelsson S lista og Jóni Hjartarson V lista
6. 0607080
Handboltaakademía - drög að samstarfssamningi
Samningurinn tekinn til umræðu en afgreiðslu frestað til næsta fundar.
7. 0408077
Samstarfshópur um framtíð Selfossflugvallar
Bæjarráð samþykkir að Margrét K. Erlingsdóttir og Snorri Finnlaugsson verði fulltrúar Árborgar í vinnuhópnum.
Samþykkt af fulltrúum meirihluta en fulltrúi minnihluta sat hjá.
8. 0602089
Samstarfshópur um fuglafriðland í Flóa
Bæjarráð felur umhverfisnefnd að skipa fulltrúa í hópinn.
9. Erindi til kynningar:
a) 0609015
Endurheimt votlendis 1996-2006 – skýrsla frá Landbúnaðarráðuneytinu, geymd á skrifstofu bæjarstjóra til kynningar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00
Margrét K. Erlingsdóttir
Snorri Finnlaugsson
Gylfi Þorkelsson
Jón Hjartarson
Stefanía Katrín Karlsdóttir