Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.6.2007

11. fundur skólanefndar grunnskóla

 

11. fundur skólanefndar grunnskóla, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 14.06.2007  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:10

 

Mætt:
Sigrún Þorsteinsdóttir, formaður, V-lista
Þórir Haraldsson, varaformaður, B-lista
Sandra D. Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista
Kristín Traustadóttir, nefndarmaður D-lista
Samúel Smári Hreggviðsson, varamaður D-lista
Elín Höskuldsdóttir, fulltrúi Flóahrepps
Kristinn M Bárðarson, fulltrúi kennara
Sædís Ósk Harðardóttir, fulltrúi kennara
Eyjólfur Sturlaugsson, fulltrúi skólastjóra
Ragnheiður Thorlacius, framkvæmdastjóri

 

Ragnheiður Thorlacius ritar fundargerð.

Ákveðið var að næsti fundur nefndarinnar verði 16. ágúst nk.

 

Dagskrá:

 

1. 0706024
Umsögn um ráðningu aðstoðarskólastjóra í Vallaskóla- erindi frá verkefnisstjóra fræðslumála. -

Skólanefnd lýsir yfir ánægju sinni með umsóknina og mælir með Guðbjarti Ólasyni í starfið. Samþykkt samhljóða.

 

2. 0705063
Skólahverfi Tjarnarbyggðar- erindi til umsagnar frá bæjarráði -

Skólanefnd samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um að Sunnulækjarskóli verði hverfisskóli Tjarnarbyggðar þar til nýtt húsnæði Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri verður tekið í notkun.

Greinargerð:
Nú liggur fyrir að fleiri börn á skólaaldri verða í Tjarnarbyggð en áður var gert ráð fyrir. Næstu fjögur árin verður rúmt í Sunnulækjarskóla þar sem skólinn verður ekki fullsetinn og því eðlilegt að Sunnulækjarskóli verði hverfisskóli Tjarnarbyggðar. Nemendur á unglingastigi munu þó fara í Vallaskóla þar til kennsla í viðkomandi árgöngum hefst í Sunnulækjarskóla.

 

3. 0705025
Umhverfismál í grunnskólum Árborgar -

Málinu var frestað á síðasta fundi skólanefndar.
Skólanefnd Árborgar óskar eftir upplýsingum frá skólastjórum Vallaskóla, Sunnulækjarskóla og Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri um það hvernig umhverfismálum sé háttað í skólunum. Óskar nefndin eftir upplýsingum um það hvort skólarnir fylgja eða hafi sett sér umhverfisstefnu, og ef svo er, hvernig gangi að framfylgja þeirri stefnu. Svör óskast á næsta fundi nefndarinnar. Ragnheiði Thorlacius falið að koma ákvörðun nefndarinnar á framfæri við skólastjóra.

Greinargerð:
Árborg er framsækið og nútímalegt sveitarfélag sem nýtir þau tækifæri sem staðsetning þess gefur tilefni til. Umhverfismál í víðasta skilningi eru málaflokkur nútímans sem framsækið sveitarfélag lætur sig miklu skipta. Sveitarfélagið Árborg mun því kappkosta að varðveita fjölbreytni og hreinleika náttúrunnar með vel útbúnum aðgerðum og vönduðum vinnubrögðum. Tekið verður á umhverfismálum með það að markmiði að vera í fararbroddi í þessum mikilvæga málaflokki, öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni. Mikilvægt er að allir starfsmenn sveitarfélagsins kunni skil á umhverfisstefnu sveitarfélagsins og markmiðum henni tengdri og að þeir séu meðvitaðir um áhrif starfa sinna á umhverfið og virkir þátttakendur í að framfylgja stefnunni.

 

4. 0704109
Sveigjanleiki í námi grunnskólanemenda á skilum grunn- og framhaldsskóla - Stefnumótun fræðsluyfirvalda -

Lögð er fram til kynningar greinargerð og tillögur framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar og verkefnisstjóra fræðslumála um stefnumótun varðandi sveigjanleika í námi grunnskólanemenda á skilum grunn- og framhaldsskóla.
Málið var rætt. Skólanefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins fram til fimmtudagsins 13. september nk., svo nefndarmenn og aðrir sem hlut eiga að máli geti kynnt sér málið og komið að athugasemdum. Athugasemdum skal skilað til verkefnisstjóra fræðslumála eigi síðar en 7. september nk. Ragnheiði Thorlacius er falið að senda greinargerðina til skólastjóra til kynningar fyrir starfsmenn skólans og til foreldraráða.

Erindi til kynningar:

Engin.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18.10

Sigrún Þorsteinsdóttir                           
Þórir Haraldsson
Sandra D. Gunnarsdóttir                      
Kristín Traustadóttir
Samúel Smári Hreggviðsson                 
Elín Höskuldsdóttir
Kristinn M Bárðarson              
Sædís Ósk Harðardóttir
Eyjólfur Sturlaugsson                           
Ragnheiður Thorlacius


 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica