11. fundur íþrótta- og tómstundanefndar
11. fundur íþrótta- og tómstundanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 31. október 2007 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Gylfi Þorkelsson, formaður, S-lista (S)
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður B-lista (B)
Sædís Ósk Harðardóttir, nefndarmaður V-lista (V)
Grímur Arnarson, nefndarmaður D-lista (D)
Einar Guðmundsson, varamaður D-lista
Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála
Starfsmenn frá Rækt ehf. Sigurður Guðmundsson, tómstundafræðingur og Valdimar Gunnarsson, frítímaráðgjafi mættu á fundinn til upplýsingagjafar í síðasta máli á dagskrá. Sömuleiðis mætti Ragnheiður Thorlacíus, framkvæmdastjóri Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar á fundinn undir sama lið. Andrés Sigurvinsson, ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. 0707112 - Íþrótta- og tómstundastyrkir 2007 - seinni úthlutun
ÍTÁ felur verkefnisstjóra að auglýsa eftir umsóknum um íþrótta- og tómstundastyrki ÍTÁ og úr afreks- og styrktarsjóði Árborgar fyrir árið 2007. Síðasti skiladagur umsókna skal vera 30. nóvember nk.
Erindi til kynningar:
2. 0709109 - Skuldaskilaverkefni SÁ og UMFS
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar
3. 0706061 - Samningur við Sv. Ölfus um afnot af félagsmiðstöðinni Zelzíus
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar
4. 0709097 - Safnaklasi Suðurlands
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar
5. 0709064 - Kynningarblað um Suðurland
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar
6. 0709087 - Skólastefna Sambandsins frá 2007
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar
7. 0710083 - Umhverfisstefna Árborgar 2007
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og hvetur íbúa sveitarfélagsins til að kynna sér stefnuna sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.arborg.is
8. 0710004 - 9. norræna lýðheilsuráðstefnan 2008
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar
9. 0706074 - Endurskoðun á íþrótta- og tómstundastefnu Sv. Árborgar
Sigurður Guðmundsson og Valdimar Gunnarsson,starfsmenn frá Rækt ehf. komu á fundinn, en samið hefur verið við fyrirtækið um endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu sveitarfélagsins, samkvæmt samþykkt bæjarráðs. Þeir kynntu hugmyndir sínar, þá vinnu sem þegar hefur farið fram og þau skref sem fyrirhuguð eru. Í framhaldinu voru umræður um málið þar sem nefnarmenn komu skoðunum sínum á framfæri. Ákveðið var að hafa vinnufund þann 07. nóvember nk. kl. 16:15 með aðal- og varamönnum ÍTÁ svo og nokkrum starfsmönnum sveitarfélagsins sem tengjast málinu.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:00
Gylfi Þorkelsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Sædís Ósk Harðardóttir
Grímur Arnarson
Einar Guðmundsson
Andrés Sigurvinsson