Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


8.11.2007

11. fundur lista- og menningarnefndar

 11. fundur lista- og menningarnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 8. nóvember 2007  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

Mætt: 
Andrés Rúnar Ingason, formaður, V-lista (V)
Már Ingólfur Másson, nefndarmaður S-lista (S)
Ásmundur Sverrir Pálsson, varamaður S-lista
Kjartan Björnsson, nefndarmaður D-lista (D)
Þórir Erlingsson, nefndarmaður D-lista (D)
Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála

Starfsmenn frá Rækt ehf. Sigurður Þorsteinsson, viðskipta- og markaðsfræðingur og Valdimar Gunnarsson, frítímaráðgjafi mættu á fundinn til upplýsingagjafar í síðasta máli á dagskrá.
Ásmundur Sverrir Pálson varamaður S lista sat og fundinn í stað Sigrúnar Jónsdóttur B.
Andrés Sigurvinsson, ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. 0708032 - Menningarstyrkir - umsóknir og úthlutun haustið 2007

ÍTÁ felur verkefnisstjóra að auglýsa eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Árborg fyrir árið 2007. Síðasti skiladagur umsókna skal vera 30. nóvember nk.

2. 0707135 - Tjald fyrir útiskemmtanir

LMÁ samþykkir beiðni verkefnisstjóra um að fresta ákvörðunartöku til næsta fundar nefndarinnar

Erindi til kynningar:

3. 0710074 - Dagur íslenskrar tungu - 16. nóv. 2007

LMÁ þakkar upplýsingarnar

4. 0706036 - Styrktarsjóður EBÍ 2007

LMÁ fagnar að fá þennan styrk frá EBÍ og hlakkar til að vinna að framgangi verkefnisins.

5. 0710042 - Menningarráð Suðurlands - umsóknir Sv.Árborgar

Verkefnisstjóri gerði grein fyrir umsóknum úr sjóði Menningarráðs Suðurlands til undirbúnings tveggja verkefna, annars vegar vegna fyrirhugaðs Skólasögusafns á Eyrarbakka og hins vegar að stofnun Seturs Páls Ísólfssonar, tónskálds. LMÁ þakkar upplýsingarnar

6. 0710013 - Tabula gratulatoria -

LMÁ þakkar upplýsingarnar

7. 0709097 - Safnaklasi Suðurlands

LMÁ þakkar upplýsingarnar

8. 0709064 - Kynningarblað um Suðurland

LMÁ þakkar upplýsingarnar

9. 0710083 - Umhverfisstefna Árborgar 2007

LMÁ þakkar upplýsingarnar

10. 0706074 - Endurskoðun á íþrótta- og tómstundastefnu Sv. Árborgar

Sigurður Þorsteinsson og Valdimar Gunnarsson,starfsmenn frá Rækt ehf. komu á fundinn, en samið hefur verið við fyrirtækið um endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu sveitarfélagsins, samkvæmt samþykkt bæjarráðs í haust. Þeir kynntu hugmyndir sínar, og þá vinnu sem þegar hefur farið fram og þau skref sem fyrirhuguð eru. Í framhaldinu voru umræður um málið þar sem nefndarmenn komu skoðunum sínum á framfæri.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:15

Andrés Rúnar Ingason                         
Már Ingólfur Másson
Ásmundur Sverrir Pálsson                                
Kjartan Björnsson
Þórir Erlingsson                                               
Andrés Sigurvinsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica