Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.6.2011

11. fundur fræðslunefndar

11. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 15. júní 2011  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

Mætt:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista,
Grímur Arnarson, nefndarmaður, D-lista,
Þorsteinn G. Þorsteinsson, varamaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista,
Guðbjartur Ólason, skólastjóri,
Eygló Aðalsteinsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra,
Linda Rut Ragnarsdóttir, fulltrúi foreldra,
Kristjana Hallgrímsdóttir, fulltrúi kennara,
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Fulltrúi leikskólakennara boðaði forföll.
 
Dagskrá:

1. 1106062
Tillaga um sameiningu leikskólanna Æskukots og Brimvers
Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Árborgar leggur til að leikskólarnir Æskukot á Stokkseyri og Brimver á Eyrarbakka verði sameinaðir. Við sameininguna yrðu lagðar niður stöður leikskólastjóra leikskólanna tveggja í núverandi mynd. Auglýst yrði eftir leikskólastjóra til þess að stýra nýjum sameinuðum leikskóla með starfsstöðvar annars vegar í Brimveri á Eyrarbakka og hins vegar í Æskukoti á Stokkseyri. Ekki er gert ráð fyrir frekari breytingum á núverandi starfsmannahaldi leikskólanna við þessar breytingar. Skólarnir tveir vinna nú þegar eftir sömu stefnu og eru báðir Heilsuleikskólar. Við þessa sameiningu verður til stærri og öflugri leikskóli sem byggir á traustum grunni þess faglega starfs sem unnið hefur verið á leikskólunum tveimur til margra ára.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

2. 1105263
Beiðni um að sameina starfsdaga á leikskólanum Árbæ n.k. haust

 Fræðslunefnd samþykkir beiðni um að skipulagsdagur 2. janúar verði færður fram til 13. október.

3. 1106046
Beiðni um að sameina starfsdaga á leikskólanum Brimveri n.k. haust

 Fræðslunefnd samþykkir beiðni um að skipulagsdagur 9. ágúst og 2. janúar verði færður yfir á 13. og 14. október.

4. 1008823
Skýrsla um úttekt á starfsemi Sunnulækjarskóla

Sjá skýrslu um úttektina á eftirfarandi vefslóð:
http://www.sunnulaekjarskoli.is/vefsidan/Data/MediaArchive/pdf/innra_mat/uttekt_mmrn_sls.pdf

Fræðslunefnd fagnar úttektinni. Nefndin óskar eftir kynningu á efni skýrslunnar frá       skólastjóra í haust og upplýsingum um umbótaáætlun.
      
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:00.

Sandra Dís Hafþórsdóttir  
Grímur Arnarson
Arna Ír Gunnarsdóttir  
Þorsteinn G. Þorsteinsson
Eygló Aðalsteinsdóttir  
Linda Rut Ragnarsdóttir
Guðbjartur Ólason  
Kristjana Hallgrímsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica