11. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
11. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn miðvikudaginn 15. desember 2010 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:00
Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður S-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson, starfsmaður,
Óðinn Andersen. varaformaður, V-lista,
Dagskrá:
1. 0806063 - Verkstaða Björgunarmiðstöðvar
Ari Guðmundsson frá Verkís kemur og kynnir stöðu á útboðsgögnum.
Farið yfir stöðu mála. Ákveðið að bjóða verkið út í einu lagi. Aðalverktaki verður byggingarstjóri.
2. 0504050 - Verkstaða BES Stokkseyri
Ari Guðmundsson frá Verkís kynnir stöðu verksins.
Ari kynnti stöðu verksins. Nefndin óskar eftir uppfærðri kostnaðaráætlun fyrir þá liði sem eftir eru og yfirlit um heildarkostnað.
3. 1006066 - Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg
Eiríkur Bragason verkfræðingur kemur kl 09:00 og kynnir nýjar tillögur.
Eiríkur kynnti nýja tillögu og fór yfir stöðu málsins.
4. 1012017 - Breytingar á gjaldskrám vatnsveitu, fráveitu og sorphirðu.
Framkvæmda- og veitustjórn samþykkir breytingar á vatns-, fráveitu og sorphirðugjaldi.
Vatns- og fráveitugjöld hækka um 12%. Hækkunin er tilkomin vegna lækkunar á fasteignamati. Tekjur veitnanna verða í krónutölu óbreyttar milli ára og því hækka álögur ekki á notendur.
Sorphirðugjald á 120 lítra tunnu hækkar úr 22.300 í 26.276 og 240 lítra tunna hækkar úr 28.000 í 33.600.
Fulltrúar V og S lista sátu hjá við afgreiðslu málsins.
5. 1012050 - Umræður um borun ÓS-3.
Framkvæmda- og veitustjórn leggur til breytingar á fjárfestingaráætlun ársins 2011. Lagt er til að lagðar verði 55 millj í framkvæmdir við aukna vatnsöflun. Mikilvægt er að tryggja rekstaröryggi Selfossveitna til framtíðar.
6. 1011135 - Fjárfestingaáætlun fyrir 2011
Fjárfestingaráætlun 2011 lögð fram
7. 1012051 - Opnunartímar gámastöðvar 2011
Jóni Tryggva falið að koma með tillögur um breyttan opnunartíma.
8. 1012057 - Skipurit framkvæmda- og veitusviðs
Bókun vegna fundar Framkvæmda og veitusviðs (skipulagsmál)
Skipulagsbreytingar á framkvæmda og veitusviði sem meirihluti D lista í bæjarstjórn Árborgar hefur þegar ákveðið að ráðast í eru að mati undirritaðs illa ígrundaðar og handahófskenndar.
Vandséð er að koma auga á raunverulegan sparnað við þær breytingar sem boðaðar eru,á undanförnum árum hefur verið ráðist í margvíslegar hagræðingaraðgerðir og starfsemi sviðsins á þolmörkum þess að geta sinnt hlutverki sínu svo vel fari.
Svo virðist sem úttektarskýrsla sem unnin var í sameiningu af starfsmönnum sviðsins og Capacent fyrir 3 árum síðan hafi verið hent í ruslið og ekkert tillit tekið til þeirra tillagna sem þar komu fram um hagræðingu og framtíðarsýn framkvæmda og veitusviðs.
Það að færa skipulags og byggingarmál aftur undir sviðið orkar mjög tvímælis auk þess sem svo virðist sem ekki sé til staðar starfslýsing fyrir nýtt starf yfirmanns.
En eðlilegt væri að slík starfslýsing lægi fyrir framkvæmda og veitustjórn til umfjöllunnar þar sem fram komi til hvers er ætlast af yfirmanni sviðsins nú þegar starfsemi sviðsins hefur verið stækkað, auk þess sem sú ætlan að auglýsa ekki eftir yfirmanni fyrir sviðið samræmist ekki vandaðri og opinni stjórnsýslu.
Eggert Valur Guðmundsson nefndarmaður S lista
Skipulagsbreytingar hafa verið unnar í samstarfi við starfsmenn síðustu mánuði og eru mjög vel ígrundaðar. Skýrsla sú sem vísað er í var unnin árið 2007 og kostaði 3,5 milljónir króna. Skýrslan er í anda þess tíma. Fyrir árið 2007 var skipulags- og byggingarsvið staðsett í húsakynnum Selfossveitna og verða samlegðaráhrif í rekstri mjög jákvæð.
Starfslýsing nýs yfirmanns, sem ekki hefur verið ráðinn formlega, mun liggja fyrir og stjórnin fjalla um málið sem og nánari útfærlsu á skipuriti. Breytingarnar eru í samræmi við stefnu um styttri boðleiðir.
Fulltrúar D- lista.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl:
Elfa Dögg Þórðardóttir Ingvi Rafn Sigurðsson
Tómas Ellert Tómasson Eggert Valur Guðmundsson
Jón Tryggvi Guðmundsson Óðinn Andersen