Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19.3.2015

11. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

11. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 11. mars 2015  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri. Ragnheiður Guðmundsdóttir boðaði forföll vegna veikinda. Dagskrá:  Almenn afgreiðslumál 1. 1503049 - Sláttur og hirða á opnum svæðum 2015 Umhirðuáætlun á opnum svæðum í sveitarfélaginu kynnt. Framkvæmda- og veitustjóra falið að setja sláttukort fyrir sumarið 2015 inn á heimasíðu sveitarfélagsins. 2. 1503050 - Hreinsunarátak í Árborg 2015 Hið árlega hreinsunarátak hefst laugardaginn 25. apríl nk. og mun átakið standa fram til og með mánudeginum 11. maí nk. Sveitarfélagið Árborg skorar á alla íbúa Árborgar og fyrirtæki að taka virkan þátt í átakinu og hreinsa til á sínum lóðum. Jafnframt eru íbúar hvattir til að fara út með einn svartan ruslapoka á tímabilinu og fylla hann af rusli sem er að finna í næsta nágrenni. Fyllum pokann og tökum til í bænum okkar ! Garðaeigendur eru beðnir um að nota tækifærið og hreinsa og snyrta til í görðunum sínum og klippa þann gróður sem vex út fyrir lóðarmörk og hindrar umferð. Á tímabilinu 25. apríl til 11. maí verða ruslagámar staðsettir á Eyrarbakka austan við tjaldsvæðið við Búðarstíg, við áhaldahúsið á Stokkseyri og við afleggjarann að Tjarnabyggð. Á meðan á átakinu stendur fellur gjaldtaka niður á gámasvæðinu við Víkurheiði 4 fyrir íbúa og fyrirtæki í Árborg. Sumaropnun gámasvæðisins við Víkurheiði 4 á Selfossi verður frá kl 13:00-18:00, mánudaga-laugardaga, frá og með 25. apríl nk. til 1. september nk. 3. 1503051 - Útboð á raforkukaupum fyrir Árborg 2015 Stjórnin samþykkir að bjóða út raforkukaup fyrir Sveitarfélagið Árborg.   Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:10 Gunnar Egilsson Ingvi Rafn Sigurðsson Viktor Pálsson Helgi Sigurður Haraldsson Jón Tryggvi Guðmundsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica