11. fundur Hverfisráðs Eyrarbakka
11. fundur Hverfisráðs Eyrarbakka haldinn í Blátúni þann 7. maí 2013 kl 20.
Mætt eru: Arnar Freyr Ólafsson formaður, Gísli Gíslason, Guðlaug Einarsdóttir, Ívar Örn Gíslason og Siggeir Ingólfsson.
Formaður setur fundinn og hvetur fundarmenn til að leggja fram þau mál sem helst á þeim brenni. Þrjú mál eru fundarmönnum mest hugleikin:
1. Göngustígurinn milli Eyrarbakka og Stokkseyrar.
Umræða um mikilvægi stígsins fyrir bæði þorpin eins og fram kom í fundargerð tíunda fundar hverfisráðsins. Fundarmenn telja nauðsynlegt að vita hvar málið er statt því erfitt er að finna upplýsingar um það á vefsvæði sveitarfélagsins. Liggur hönnunarvinna fyrir? Er búið að semja við hagsmunaaðila? Er búið að ráða verktaka?
Ákveðið að hvefisráð sendi formlega fyrirspurn til bæjaryfirvalda um málið.
2. Staða barna hér á ströndinni varðandi félags- og æskulýðsmál.
Umræða um minna aðgengi barna af ströndinni til félagsstarfs á vegum sveitarfélagsins og íþróttafélaga á Selfossi þar sem tímasetning viðburða og æfinga falla ekki að tímatöflu almenningssamgangna sbr. umræðu á tíunda fundi hverfisráðs.
Þó þykir fundarmönnum ástæða til að hrósa framtaki Barnaskólanns á Eyrarbakka og Stokkseyri fyrir þá nýjung að hafa árshátíð fyrir unglingastig skólanns, þátttöku í Þjóðleik og þeim einstaka viðburði sem Barnabær er í vorstarfi skólanns. Á næsta ári stendur einnig til að taka þátt í Skólahreysti sem fundarmönnum þykir mjög jákvætt. Allir þessi viðburðir eru mikilvægir fyrir félagsþroska barnanna.
Ákveðið að hverfisráð óski eftir viðbrögðum frá bæjaryfirvöldum til að auka raunverulegt aðgengi barna á Eyrarbakka að tómstunda og æskulýðsstarfi á vegum sveitarfélagsins.
3. Ruslasöfnun innan þorpsins.
Umræða um fjölda gáma víða um þorpið. Í kringum suma gámana hafa m.a. safnast rafgeymar.
Þó ástæða þyki til að gera átak vegna ruslasöfnunar innan íbúðahúsalóða í þorpinu, eru afskipti af því á höndum heilbrigðiseftirlitsins og bíður seinni tíma. Afskipti af stöðuleyfum gáma heyra hins vegar beint undir sveitarfélagið.
Ákveðið að hverfisráð sendi fyrirpurn til skipulags og umhverfisnefndar Árborgar um hverjir hafi stöðuleyfi fyrir gámum á Eyrarbakka.
Fundi slitið kl 20:45.
Næsti fundur boðaður 28. maí n.k. á sama stað og stund.
Fundarritari var Guðlaug Einarsdóttir.