11. fundur Hverfisráðs Selfoss
Hverfisráð Selfossi. 11. fundur.
Haldinn á Kaffi Krús, fimmtudaginn 31. janúar 2013.
Fundarboðari, Ingibjörg E.L Stefánsdóttir formaður ráðsins.
Fundurinn hófst kl. 18:30.
Mætt voru:
Helga R. Einarsdóttir,
Eiríkur Sigurjónsson,
Guðmundur Sigurðsson og
Ingibjörg E.L.Stefánsdóttir.
Boðuð forföll: S. Hafsteinn Jóhannesson.
Fundarritari Helga R. Einarsdóttir.
Fundi lauk kl. 19:30.
Dagskrá:
1. Fundagerð fundar dags. 26. nóvember, samþykkt.
2. Leiðakerfi strætisvagna.
3. Ábendingar.
a. Handrið við göngustíg.
b. Vegna heimasíðu
4. Áramótabrenna.
5. Samþykkt um hundahald.
6. Öryggismyndavélar.
7. Næsti fundur.
Eftirfarandi mál voru rædd á fundinum.
1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
2. Hvers vegna er leiðakerfi strætisvagna skipulagt þannig að vagnarnir keyra í gegnum Rauðholt en ekki Langholt? Engar stöðvar eru á leiðinni frá Fossnesti um Rauðholt og Engjaveg að Fjölbrautaskólanum þannig að ekki þjónar aksturinn þar íbúum nema takmarkað. Einnig er ungu fólki með börn að fjölga í hverfinu og þróunin því varhugaverð.
3. a. Bent hefur verið á ófullnægjandi frágang á röri (handriði) við nýja göngustíginn meðfram ánni (fyrir neðan Krónuhúsið). Ráðið mælist til þess að gengið sé frá framkvæmdum þannig að ekki stafi hætt af.
c. á heimasíðu sveitarfélagsins er að finna eitt kort með upplýsingum um snjómokstur https://www.arborg.is/wp-content/uploads/2012/12/Auglysing_snjomokstur_Arborg_12.pdf Þar eru litaskiptingar sem líklega eiga að tákna forgangsröðun en engar útskýringar eru finnanlegar á litaskiptingunum. Í texta á skjali er vísað til að nánari upplýsingar séu á heimasíðunni en hvar eru þær? Einnig eru götukortin sum orðin úrelt. Á linknum https://www.arborg.is/upplysingar/gotukort/ eru götukort síðan 2008 en á Selfosskortið vantar heilt hverfi (hellur og lönd). Hverfið sést á götukort bæklingur (á sama link) en samræmi milli þessara tveggja korta vantar.
4. Hvað veldur því að undanfarin ár hefur verið flakkað með brennustæði áramótabrennunnar, sem sveitarfélagið stendur fyrir, þegar þrettándagleðin, sem ungmennafélagið hefur veg og vanda að, hefur fest sig í sessi á Gesthúsasvæðinu? Er eitthvað að því að þessar tvær brennur séu hafðar á sama stað? Einnig hefur tímasetning áramótabrennunnar vakið furðu og fróðlegt að heyra hvort það að færa brennuna fram á daginn hafi aukið aðsókn að henni.
5. Hvað líður afgreiðslu á nýrri samþykkt um hundahald? Í september fékk ráðið þau svör að leggja ætti samþykktina fyrir bæjarstjórn í október en engar nýjar samþykktir hafa verið kynntar.
6. Hverfaráð er mjög sátt við samþykkt bæjarráðs að settar verði upp öryggismyndavélar á Selfossi.
7. Einnig er fagnar hverfaráð bókun bæjarráðs um að byggt verði hjúkrunarheimili á Selfossi. Hverfaráð hvetur íbúa til að taka undir bókunina og bendir á að íbúar geti lagt hönd á plóginn nú þegar kosningar eru framundan.
8. Næsti fundur, verður boðað til hans.