15.3.2018
12. fundur Hverfisráðs Stokkseyrar
14. nóvember 2017
Hverfisráðsfundur Stokkseyri
Mætt eru: Guðný Ósk, Hafdís, Svala, Björg og Ari
1. Hverfaráð Stokkseyrar fer fram á að fá senda svör frá þeim nefndum og ráðum, sem taka fyrir þau mál sem við sendum inn í fundargerðinni.
2. Athuga göngustíg við Hásteinsveg 5, endar út á grasi þarf að lengja hann til þess að hægt sé að tengja hann við gangbraut, sjá fundargerð frá 26.06.17 lið 6
3. Setja gangbraut við Kjartanshús, svo auðveldara sé að komast yfir götuna þegar komið eða farið er frá leikskóla.
4. Póstburður er enn þá í algjöru lamasessi. Ábyrgðarbréf, pakkar og almennur póstur berst ekki. Slæmar móttökur þegar þorpsbúar kvarta til Íslandspóst á Selfossi. Sjá fundargerð frá 03.05.17 lið 1 (í kjölfarið á því tók fólk sig saman og kvartaði, bar lítinn árangur). Hverfaráð biður því Ástu að skrifa til framkvæmdastjórnar Íslandspóstur og leita þar svara.
5. Þarf að skoða stiga upp á sjóvarnargarð, bæði vantar og þarf að lagfæra þann sem er milli Strandar og Sjólystar (þrepabil er of stutt í þeim stiga). Sjá fundargerð frá 26.06.17 lið 5
6. Strætóstoppistöð illa staðsett við Hásteinsveg 22, lokar botnlanga þegar strætó tekur upp farþega þar. Sjá fundargerð frá 03.05.17 lið 3
7. Ofkeyrsla á strætó bæði innanbæjar á Stokkseyri og milli bæja. Mjög alvarlegt!!!
8. Þarf nauðsynlega að setja fleiri hraðahindranir í þorpið, svo sem í göturnar Stjörnusteina og Heiðarbrún.
9. Þuríðargarður kom til tals í þorpinu. Hverfaráðið leggur til og óskar eftir því að garðurinn verði gerður að góðum fjölskyldugarði þar sem minning þeirra Hjalta Jakobs og Andreu Eirar verður gerð góð skil. Hverfaráð hvetur bæjarráðið til þess að setja fjármuni hönnun og skipulag á garðinum og þá með aðstoð og höfðu samráði við hverfaráð. Einnig spurning að breyta nafninu á garðinum.
10. Þarf að laga staur við pípuhliðið fyrir neðan Brautartungu svo að kindur komist ekki niður í þorp.
11. Mikið um lausagöngu hunda.
12. Hverfaráð lýsir áhyggjum sínum á söfnun í brennu. Það telur mikilvægt að brenna sé á áramótum og veltir fyrir sér hvernig hægt sé að stöðva þetta.
13. Hverfaráð óskar eftir hundagerði, eins og er á Selfossi.
14. Minnum á að það þarf að laga lóð við Heiðarbrún 10, sjá fundargerð frá 26.06.17 lið 3
15. Óskum eftir að Fjörstígurinn verði malbikaður og sett verði lýsing, svo hægt sé að nota hann allt árið. Sjá fundargerð frá 26.06.17 lið 9