15.3.2018
11. fundur Hverfisráðs Stokkseyrar
26.júní 2017
Hverfisráðsfundur Stokkseyri
Mætt eru Guðný Ósk, Björg, Elín Lóa, Svala, Ari og Hafdís
1. Gangstéttir á Stokkseyri í miklu ólagi, þarf nauðsynlega að laga. Börn hafa slasast. (myndir fylgja)
2. Þarf að laga leikvöll í Tjarnarstíg. Leiktæki úr sér gengin og orðin hættuleg. Eins mætti setja garðbekk á leikvöllinn á Ólafsvöllum.
3. Lóðin við Heiðarbrún 10 að renna í burtu (norðan megin við húsið) vegna hæðar mismunar við land í eigu Árborgar. Þarf að gera eitthvað til að stoppa þetta.
4. Botnlangar í Eyjasel, inn af Stjörnusteinum 18 og inn af Hásteinsvegi 12,16, 24 ómalbikaðir (gætu verið fleiri). Þarf nauðsynlega að laga því við erum jú komin langt inn í árið 2017 og því ætti malbik að vera komið alls staðar.
5. Hverfisráð hvetur til að sjóvarnargarðurinn verði til sóma og fólk eigi auðvelt með að ganga hann, fínt væri að setja gott efni á garðinn svo auðvelt sé að ganga hann. Það væri líka til bóta að hægt væri að komast upp á hann og niður í fjöru. Stiginn sem er milli Sjólystar og Strandar (Strandgata 8 og 10) er í ólagi, of stutt á milli þrepa og mikil slysahætta af honum, fólk hefur dottið í honum. Þar mætti setja nýjan stiga og líka stiga niður í fjöru, eins við Íragerði 12a og jafnvel á fleiri stöðum.
6. Þarf að lengja gangstéttina sem er á Hásteinsveginum, þannig að hún ná á milli Hásteinsvegs 3 og 5, því það er göngustígur á milli þessara húsa sem liggur að leikskólanum. Ef gengin er göngustígurinn frá leikskóla þá endar hann út á umferðargötu.
7. Bæta inn í slátturprógramið að það þarf að slá í kringum Dæluna.
8. Hverfaráð leggur til að Bæjarráð leggi til einhvern pening til að leggja í umhverfi sitt, sniðugt væri að að úthluta Hverfaráðum Árborgar vissri upphæð á ári sem þau geta svo nýt í að fegra sín hverfi.
9.Hverfaráð leggur til að Fjörustígurinn á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka verði malbikaður og settir verða ljósastaurar.