Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


9.12.2013

11. fundur íþrótta- og menningarnefndar

11. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn miðvikudaginn 13. nóvember 2013  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15 

Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Grímur Arnarson, nefndarmaður D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður D-lista, Þorlákur H Helgason, nefndarmaður S-lista, Björn Harðarson, nefndarmaður B-lista, Bragi Bjarnason., menningar- og frístundafulltrúi. 

Formaður óskar eftir taka inn mál 1311059 fyrirspurnir frá ungmennaráði Árborgar með afbrigðum. Samþykkt samhljóða og fer málið inn undir lið 7 í almenn afgreiðslumál.  

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.  

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál

1.

1310037 - Fjárhagsáætlun íþrótta- og menningarmál 2014

 

Rætt um fjárhagsáætlunina 2014 fyrir íþrótta-, forvarna- og menningarmál eftir fyrri umræðu bæjarstjórnar. Samþykkt að taka þennan lið sérstaklega fyrir á næsta fundi nefndarinnar þann 27. nóvember nk. kl. 7:15. Samþykkt samhljóða.

 

   

2.

1306033 - Menningarmánuðurinn 2013

 

Rætt um menningarmánuðinn og hvernig til tókst. Fram kom að vel hefði veriði mætt á flesta viðburðina. Nefndin vill þakka þeim sem komu að skipulagningu viðburða sem og þeim einstaklingum og hljómsveitum sem komu fram í mánuðinum og vonar að menningarmánuðurinn október verði áfram viðburðaríkur á næsta ári enda sé hann á þessum fjórum árum búin að festa sig í sessi. Samþykkt samhljóða.  

 

   

3.

1310039 - Kjör íþróttakonu og karls Árborgar 2013

 

Rætt um fyrirkomulag við kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2013. Starfsmaður nefndarinnar mun senda út bréf seinna í mánuðinum til íþróttafélaga þar sem óskað verður eftir tilnefningum. Einnig verða ungir afreksmenn heiðraðir sem og veitt hvatningarverðlaun ÍMÁ. Nefndin leggur til að allir þeir sem eru tilnefndir til kjörsins verði boðaðir sérstaklega á hátíðina. Samþykkt samhljóða   

 

   

4.

1304086 - Menningarstyrkir ÍMÁ 2013

 

Rætt um fyrirkomulag úthlutunar á menningarstyrkjum ÍMÁ fyrir árið 2013 og til framtíðar. Lagt til að starfsmanni nefndarinnar verði falið að auglýsa styrki til menningarstarfs sem fyrst og úthlutun fyrir árið 2013 fari fram í desember nk. Auglýsingin verði með þeim áherslum sem fram komu á fundinum. Samþykkt samhljóða.   

 

   

5.

1310038 - Jól í Árborg 2013

 

Farið yfir þá viðburði sem verða í gangi tengda Jólum í Árborg. Gert verður sérstakt viðburðadagatal fyrir desember sem dreift verður inn á heimili í sveitarfélaginu. Jólaljósin verða kveikt fimmtudaginn 14. nóvember og jólasveinarnir koma úr Ingólfsfjalli þann 14. desember. Jólagluggarnir ásamt stafaleiknum verður í gangi fyrir yngri kynslóðina og Jólatorgið opnar laugardaginn 23. nóv. nk. og verður opið alla laugardaga. Á Jólatorginu verða markaðir og viðburðir á sviði alla opnunardagana. 

 

   

6.

1311045 - Ósk um aðstöðu fyrir flugmódelafélagið Smástund á Selfossi

 

Brynhildur Jónsdóttir víkur af fundi undir þessu máli. 

Farið yfir erindi félagsins og lagt til að starfsmaður nefndarinnar kanni hvort til sé aðstaða sem félagið geti nýtt. Samþykkt samhljóða. 

Brynhildur Jónsdóttir kemur aftur inn á fundinn. 

 

   

7.

1311059 - Fyrirspurnir frá Ungmennaráði Árborgar til ÍMÁ.

 

Andrea Lind Guðmundsdóttir og Freydís Leifsdóttir fulltrúar úr Ungmennaráði Árborgar komu inn á fundinn og lögðu fram eftirfarandi fyrirspurnir frá ungmennaráðinu. 

1. Fulltrúi frá ungmennum fái að taka þátt í skipulagningu viðburða í sveitarfélaginu.

2. Hafa opna tíma í íþróttahúsum þar sem almenningur getur mætt og stundað íþróttir sér til gamans. Hafa t.d. skipulagið þannig að þessa viku væri fótbolti og í næstu handbolti og svo framvegis. Margir sem vilja ekki æfa undir því keppnisálagi sem er í dag og getur verið erfitt að koma nýr inn í æfingahóp sem hefur æft og keppt lengi.

3. Óska eftir að skoðað verði hvort hægt sé að setja upp líkamsræktartæki úti við göngustíga þar sem almenningur getur stundað fjölbreyttar æfingar. T.d. setja upp ákveðin hlaupahring þar sem nokkur tæki væru með reglulegu millibili.

4. Óska eftir betri inniaðstöðu fyrir jaðaríþróttir. T.d hjólabretti og parkour. Hefur orðið mikil aukning í jaðargreinunum og það vantar aðstöðu til að stunda þessar greinar.  

5. Ungmennaráðinu langar að búa til götulistaverk í kringum Pakkhúsið og Zelsíuz. Fá reyndan götulistamann til að leiðbeina og halda námskeið fyrir ungmennin.

6. Skoða þann möguleika að setja upp kvartmílubraut með nýrri mótorkrossbraut þegar Ölfusárbrúin verður færð. 

Nefndin þakkar fyrir þessar fyrirspurnir og tekur jákvætt í þær. Samþykkt samhljóða 

 

   

Erindi til kynningar

8.

1310168 - Ósk um afnot af Stjörnusteinum

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.

1311026 - Vefsíðan hreyfitorg

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:55

 

Kjartan Björnsson

 

Grímur Arnarson

Brynhildur Jónsdóttir

 

Þorlákur H Helgason

Björn Harðarson

 

Bragi Bjarnason

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica