Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


18.6.2015

11. fundur íþrótta- og menningarnefndar

11. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 10. júní 2015 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.  Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista, Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista, Anton Örn Eggertsson, varamaður, S-lista, Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi. Bragi Bjarnason ritaði fundagerð. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1506055 - Menningarmánuðurinn október 2015
Rætt um hugmyndir að viðburðum fyrir menningarmánuðinn október 2015. Fram kom að einn viðburðurinn í mánuðinum yrði tengdur 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Síðan yrðu 3-4 aðrir skipulagðir viðburðir í mánuðinum. Nefndin felur formanni og starfsmanni nefndarinnar að skipuleggja mánuðinn og leggja drög að dagskrá fyrir fund í ágúst. Samþykkt samhljóða.
2. 1505048 - Tillaga frá fulltrúa S-lista - undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun 2016
Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri Sveitarfélagsins Árborgar kynnir vinnuferlið við fjárhagsáætlun 2016. Fram kom að vinnan hefst strax í ágúst og stefnt er á að fjárhagsáætlunin sé að mestu klár fyrir fyrstu umræðu sem á að fara fram í lok október. Ingibjörg óskar eftir að nefndin leggi fram sínar áherslur að forgangsröðun við fjárhagsáætlunarvinnuna. Samþykkt samhljóða.
Erindi til kynningar
3. 1407119 - Viðbygging við Sundhöll Selfoss frá 2014
Farið yfir stöðu framkvæmda við Sundhöll Selfoss.
4. 1505189 - Kynning - frisbígolfvöllur í Árborg
Lagt fram til kynningar. Nefndinni líst mjög vel á að það verði skoðaður sá möguleiki að setja upp frisbígolfvöll í Sveitarfélaginu Árborg og leggur til að þetta verði tekið fyrir í fjárhagsáætlunarvinnunni 2016.
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:30
Kjartan Björnsson Axel Ingi Viðarsson
Helga Þórey Rúnarsdóttir Estelle Burgel
Anton Örn Eggertsson Bragi Bjarnason

Þetta vefsvæði byggir á Eplica