Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


12.9.2011

11. fundur menningarnefndar

11. fundur menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 7. september 2011 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 18:15

Mætt:
Kjartan Björnsson, formaður, D-lista,
Björn Ingi Bjarnason, nefndarmaður, D-lista,
Guðrún Halla Jónsdóttir, nefndarmaður, S-lista,
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð
Dagskrá:

1.  1108050 - Menningarmánuðurinn október 2011
 Farið yfir drög að dagskrá menningarmánaðarins október. Lagt verður upp með eftirfarandi viðburði í mánuðinum. Opnun myndlistarsýningar í Gimil á Stokkseyri fimmtudaginn 6. október, Áhrif “Innrás” Dana á Selfossi þann 13.október, 120 ára afmæli Ölfussárbrúar og 150 ára afmæli Hannesar Hafsteins þriðjudaginn 18. október, Talið í októberfest í Gónhól á Eyrarbakka föstudaginn 21. október og minningarkvöld um Steina Spil laugardaginn 29. október. Einnig kom fram að stórt lúðrasveitamót væri haldið á Selfossi helgina 7-9.október. Áfram verði unnið að skipulagningu viðburðanna í samvinnu við hlutaðeigandi aðila. Menningarnefndin hvetur alla þá aðila sem ætla að halda menningarviðburði í októbermánuði að setja sig í samband við Braga Bjarnason, starfsmann nefndarinnar á póstfangið bragi@arborg.is eða í síma 480-1900.

   

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:50


Kjartan Björnsson  Björn Ingi Bjarnason
Guðrún Halla Jónsdóttir  Bragi Bjarnason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica