11. fundur skipulags- og byggingarnefndar
11. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 17. maí 2011 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:15
Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, varaformaður, D-lista,
Hjalti Jón Kjartansson, nefndarmaður, D-lista,
Grétar Zóphóníasson, nefndarmaður, S-lista,
Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista,
Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi,
Gísli Davíð Sævarsson. Aðstoðarbyggingarfulltrúi.
Formaður leitaði afbrigða til að bæta við máli til afgreiðslu. Samþykkt.
Dagskrá:
1. 1102014 - Óskað er staðfestingar á heimild til að ráðast í framkvæmdir við sjóvarnargarð austan við Barnaskólann á Eyrarbakka. Um er að ræða 170 m lengingu og gengið verði úr skugga um að hann samrýmist skipulagi.Umsækjandi: Siglingastofnun Íslands, Vesturvör 2, 200 Kópavogur
Samþykkt.
2. 1105096 - Fyrirspurn um flóttastiga á norðurhlið Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Umsækjandi: Verkís hf Austurvegi 10, 800 Selfoss
Samþykkt.
3. 1105048 - Umsókn um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Túngötu 63 Eyrarbakka.
Umsækjandi: Jón Hákon Magnússon, kt:120941-4459 Áslaug Harðardóttir kt:011141-2189Látraströnd 6, 170 Seltjarnarnes
Samþykkt.
4. 1105109 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir jarðvegsskiptum á malarfótboltavelli að Litla-Hrauni.
Umsækjandi: Fangelsið Litla-Hraun kt:700269-1169 Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka
Samþykkt.
5. 1105153 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir breytingu á innra skipulagi að Tryggvagötu 23a Selfossi.
Umsækjandi:Sveitarfélagið Árborg, kt: 650598-2029 Austurvegi 2, 800 Selfoss
Samþykkt.
6. 1105072 - Aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2012
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi athugasemd verði gerð við endurskoðum aðalskipulag Ölfus. "Í ljósi þess að landnotkun aðalskipulags Ölfus snær að sveitarfélagsmörkum Ölfuss og Árborgar norðan Ölfusár, áskilur Sveitarfélagið Árborg sér rétt til að breyta landnotkun við sveitarfélagsmörk Árborgar og Ölfuss".
7. 1105080 - Umsókn um lóð eða svæði fyrir hús í tilraunarskini.
Umsækjandi: Hans Óli Hansson kt:280346-4709, Tröllakór 1, 203 Kópavogur
Umsókninni hafnað þar sem sveitarfélagið hefur ekki skipulagðar lóðir undir tilraunabyggingar.
8. 1105054 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu á verönd að Álftarima 3 Selfossi.
Umsækjandi: Jóhann Þórisson, kt: 200250-2579, Eyravegi 15, 800 Selfoss
Óskað er eftir fullnægjandi gögnum.
9. 1104251 - Ósk um umsögn til að fá lögbýlisrétt á landið Lágteig lnr 166147 og það nái líka yfir landið Háteig, lnr 180334. Þessi lönd liggja saman og eru leigð af umsækjanda, áður á fundi 27. apríl sl.
Umsækjandi: Guðmundur Sigurjónsson, kt.270946-3219, Túngötu 57b, 820 Eyrarbakka
Hafnað, þar sem nefndin telur að það sé ekki hagur Sveitarfélagsins að veita lögbýlisrétt á leigulönd í eigu þess.
10. 1104187 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til að taka upp úr steyptum eyjum á Austurvegi og Eyravegi og setja gróður, áður á fundi 27. apríl .sl.
Umsækjandi: Tækni- og veitusvið, kt: 650598-2029, Austurvegi 67, 800 Selfoss
Samþykkt.
11. 1105095 - Umsókn um lóðina Víðivelli 12 Selfossi.
Umsækjandi: Kjartan Guðjónsson og Sara Guðjónsdóttir, kt:190883-4939, kt: 110886-2899 Ástjörn 5, 800 Selfoss
Samþykkt.
12. 1104174 - Beiðni um lóðarúthlutun (landræma milli kirkjunnar og Vallholts.
Umsækjandi: Hvítasunnukirkjan, Austurvegi 40b, 800 Selfoss
Nefndin leggur til við bæjarstjórn, að svæðinu vestur að göngustíg verði úthlutað til Hvítasunnukirkjunnar.
13. 1103091 - Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir tvö 700 fermetra minkahús á lögbýlinu Goðanesi, áður á fundi 27. apríl sl.
Umsækjandi: Björn Heiðberg Hilmarsson, kt: 260765-3969, Eyrargötu 35, 820 Eyrarbakka
Hafnað, vegna nálægðar við byggð.
14. 1104146 – Tjaldsvæði sunnan Suðurhóla.
Framkvæmdaleyfi er samþykkt.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:20
Gunnar Egilsson
Tómas Ellert Tómasson
Hjalti Jón Kjartansson
Grétar Zóphóníasson
Íris Böðvarsdóttir
Bárður Guðmundsson
Gísli Davíð Sævarsson