Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


11.5.2017

110. fundur bæjarráðs Árborgar

110. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 11. maí 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista Íris Böðvarsdóttir, varaáheyrnarfulltrúi, B-lista Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 35. fund, og fundargerð félagsmálanefndar, 28. fund. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1701024 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
  35. fundur haldinn 10. maí
  -liður 1, 1703292, ósk um breytingu á stefnu mænisáss að Lækjarbakka 8, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt. -liður 2, 1702317, ósk um breytingu á byggingarreit raðhúss að Laxalæk 16-20, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt. -liður 3, 1703303, ósk um breytingu á byggingarreit raðhúss að Laxalæk 10-14, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt. -liður 4, 1703321, umsókn um stækkun byggingarreits að Árbakka 1, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt. -liður 5, 1703109, ósk um breytingu á stefnu mænisáss að Lækjarbakka 3, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt. -liður 6, 1609181, umsókn um byggingarreit fyrir bílskúr að Hjalladæl 6, Eyrarbakka. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt. -liður 16, 1609216, tillaga að breyttu deiliskipulagu í Hagalandi. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt. -liður 18, 1705110, tillaga að breyttu deiliskipulagi að Eyravegi 11-13. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst. -liður 19, 1705111, tillaga að deiliskipulagslýsingu að Austurvegi 52-60a. Bæjarráð samþykkir að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt almenningi og hagsmunaaðilum. -liður 20, 1504330, tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 39-41. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeim svörum við athugasemdum sem tilgreind eru í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar. Fundargerðin staðfest.
     
2.   1701026 - Fundargerð félagsmálanefndar
  28. fundur haldinn 9. maí
  -liður 6, 1701044, reglur um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð verði samþykkt. -liður 7, 1705151, reglur um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð verði samþykkt. Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
3.   1704012 - Fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka
  23. fundur haldinn 2. maí
  Lögð var fram fundargerði hverfisráðs Eyrarbakka. -liður 2, ástand vegar að fuglafriðlandi. Bæjarráð vísar ábendingunni til framkvæmda- og veitustjórnar. -liður 4, fyrirspurn um áform um uppsetningu öryggismyndavéla: Fyrirhugað er að setja upp öryggismyndavél vestan Eyrarbakka. Framkvæmdin er nokkuð kostnaðarsöm vegna langra lagnaleiða, og er ekki á fjárhagsáætlun þessa árs. Bæjarráð samþykkir að taka málið til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. -liður 5, uppsetning skilta við Vesturbæjarhól. Bæjarráð felur menningar- og frístundafulltrúa í samráði við framkvæmda- og veitusvið að kanna ástand skiltanna og mögulega uppsetningu þeirra. -liður 6, ofaníburður í göngustíg ofan á sjóvarnagarði. Í fjárhagsáætlun ársins er ekki gert ráð fyrir framkvæmdum við lagningu stígs á sjógarði. Bæjarráð samþykkir að taka málið til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. -liður 7, netgirðing vestan við skólann á Eyrarbakka, Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitusviðs.
     
4.   1701105 - Fundargerð stjórnar Brunvarna Árnessýslu
  14. fundur haldinn 2. maí
  Lögð var fram fundargerð 14. fundar sem haldinn var 2. maí 2017.
     
5.   1704271 - Fundargerð framkvæmdaráðs almannavarnanefndar Árnessýslu
  19. fundur frá 2. maí
  Lögð var fram fundargerð 19. fundar framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu sem haldinn var 2. maí 2017.
     
6.   1701154 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
  255. fundur haldinn 3. maí
  Lögð var fram fundargerð 255. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, sem haldinn var 3. maí 2017.
     
Almenn afgreiðslumál
7.   1705017 - Umsögn - frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög 7-1705017
   
  Lagt var fram erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 28. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög ( fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn ), mál 375. Veittur er frestur til 12. maí.
     
8.   1705084 - Umsögn - frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir 8-1705084
  Lagt var fram erindi velferðanefndar Alþingis, dags. 3. maí, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, mál 438. Veittur er frestur til 12. maí nk.
     
9.   1705085 - Umsögn - frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (innleiðing samninga SÞ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýslu og húsnæðismál) 9-1705085
  Erindi velferðarnefndar Alþingis, dags. 3. maí, þar em óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um félagslega félagsþjónustu sveitarfélaga (innleiðing samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), mál 439. Veittur er frestur til 12. maí nk.
     
10.   1705114 - Umsögn - frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur) 10-1705114
  Erindi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 5. maí, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), mál 190. Veittur er frestur til 19. maí nk.
     
11.   1603040 - Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg, samningur Velferðarráðuneytisins, Sveitarfélagsins Árborgar og Arkitektafélags Íslands vegna samkeppni um hjúkrunarheimli í Árborg 11-1603040
  Bæjarráð staðfestir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann.
     
12.   1705113 - Leyfi - fornleifarannsókn á Vesturbúðarhól á Eyrarbakka 2017 12-1705113
  Lagt var fram erindi frá Ágústu Edwald Maxwell, fornleifafræðingi, dags. 4. maí þar sem óskað er eftir leyfi landeigenda til framkvæmda á fornleifarannsóknum sumarið 2017 að Vesturbúðarhól á Eyrarbakka. Bæjarráð veitir samþykki fyrir að ráðist verði í verkefnið.
     
13.   1704218 - Viðræður - lóð undir hótelbyggingu við tjaldstæði Eyrarbakka 13-1704218
  Lagt var fram erindi Efniviðs ehf, dags. 19. apríl, þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um úthlutun lóðar undir hótelbyggingu við núverandi tjaldstæði á Eyrarbakka. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að funda með umsækjanda.
     
14.   1704290 - Kynning - alþjóðaflugvöllur í Árborg 14-1704290
  Lagt var fram erindi Lögverndar, dags. 25. apríl, um stofnun þróunarfélags um ítarlega athugun framkvæmdar og reksturs flugvalla í Árborg. Bæjarráð óskar eftir að fá fund með forsvarsmönnum verkefnisins.
     
15.   1703243 - Niðurgreiðsla vegna barna hjá dagforeldrum
  Lagt var fram erindi frá foreldrum barna sem skráð eru í daggæslu hjá dagforeldrum í Árborg, dags. 5. maí, vegna bókunar bæjarráðs frá 30. mars sl. Bæjarráð vísar erindinu til fræðslustjóra og óskar eftir að hann fari yfir málið með fulltrúum dagforeldra.
     
16.   1705144 - Áskorun - hjúkrunarheimili og hjúkrunarmál eldri borgara á Selfossi 16-1705144
  Áskorun stjórnar Félags eldri borgara Selfossi vegna hjúkrunarrýma í sveitarfélaginu.
  Lögð var fram áskorun stjórnar Félags eldri borgara Selfossi vegna hjúkrunarrýma í sveitarfélaginu.
     
17.   1702249 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2017
  Lagt var fram rekstraryfirlit fyrir janúar til mars.
     
Erindi til kynningar
18.   1704297 - Umferðarslys á Íslandi 2016
  Skýrsla Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi 2016
     
19.   1704246 - Bókun skólanefndar ML - íþróttaaðstaða á Laugarvatni 19-1704246
  Bókun skólanefndar Menntaskólans að Laugarvatni, dags. 21. apríl, þar sem skólanefnd lýsir yfir áhyggjum af því að óleyst sé hver muni verða húsráðandi yfir núverandi íþróttahúsi og sundlaug Háskóla Íslands á Laugarvatni þar sem íþróttafræðisetur HÍ hefur verið lagt niður.
     
20.   1704176 - 95. þing HSK 20-1704176
  Tillaga sem samþykkt var á 95. héraðsþingi Héraðssambandsins Skarphéðins og var beint til sveitarstjórna og héraðsnefnda á sambandssvæði HSK.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 09:15.  

Gunnar Egilsson   Ari B. Thorarensen
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Íris Böðvarsdóttir
Eggert V. Guðmundsson   Ásta Stefánsdóttir

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica