Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


7.10.2008

111. fundur bæjarráðs

111. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn þriðjudaginn 7. október 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:30

Mætt: 
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá tillögu um að Samband íslenskra sveitarfélaga boði til fundar um fjármál sveitarfélaga. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

Almenn erindi

1. 0810033 - Staða efnahagsmála - umræður.

Rædd var staða efnahagsmála í landinu. Fært í trúnaðarbók.

2. 0810034 - Fundur um fjármál sveitarfélaga

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að Samband íslenskra sveitarfélaga boði til fundar vegna stöðu efnahagsmála og framtíðarhorfa í fjármálum sveitarfélaga svo fjótt sem auðið er.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:15

Jón Hjartarson                        
Þorvaldur Guðmundsson
Eyþór Arnalds                        
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica