Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


9.10.2008

112. fundur bæjarráðs

112. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 9. október 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt: 
Jón Hjartarson, formaður, V-lista (V)

Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista (B)

Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista (D)

Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri (S)

Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar:

•1. 0801047 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
151.fundur haldinn 1.október


Fundargerðin staðfest.

Fundargerðir til kynningar:

•2. 0808023 - Fundargerð aðalfundar afréttamálafélags Flóa og Skeiða
Fundur haldinn 28.ágúst


Lagt fram.

Almenn erindi

3. 0809173 - Bréf Brunamálastofnunar varðandi brunavarnaáætlun Brunavarna Árnessýslu

Bréfið lagt fram. Brunavarnaáætlun er í vinnslu, bæjarráð leggur áherslu á að þeirri vinnu ljúki sem allra fyrst.

4. 0810014 - Breyting á prókúru framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs

Bæjarráð samþykkir breytinguna.

5. 0804173 - Beiðni um styrk vegna alþjóðaráðstefnu, áður á dagskrá á 92.fundi

Bæjarráð hafnar beiðni um fjárstyrk vegna ráðstefnunnar, en felur bæjarstjóra að leggja ráðstefnunni lið með öðrum hætti.

Erindi til kynningar

6. 0809174 - Ársfundur HSu. 2008

Lagt fram.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:35

Jón Hjartarson                         
Þorvaldur Guðmundsson
Eyþór Arnalds                         
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica