113. fundur bæjarráðs
113. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 25. október 2012 í Barnaskólanum á Eyrarbakka kl. 08:15.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, ritaði fundargerð.
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá tillögu að afmælisgjöf til Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri vegna 160 ára afmælis skólans.
Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1201021 - Fundargerð fræðslunefndar |
|
25. fundur haldinn 10. október |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
2. |
1201019 - Fundargerð félagsmálanefndar |
|
22. fundur haldinn 16. október |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
3. |
1210034 - Fundargerð Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða |
|
Aðalfundur haldinn 27. apríl 2012 |
||
Fundargerðin lögð fram. Bæjarráð samþykkir 156.000 kr styrk árlega til þriggja ára til girðingaframkvæmda á afréttargirðingu. |
||
|
|
|
4. |
1206108 - Fundargerð fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu |
|
90. fundur haldinn 26. september |
||
Lagt fram. |
||
|
||
5. |
1201156 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands |
|
144. fundur haldinn 26. september |
||
Lagt fram. |
||
|
||
6. |
1201084 - Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands |
|
142. fundur haldinn 2. október |
||
Lagt fram. |
||
|
||
7. |
1204187 - Fundargerð Byggðasafns Árnesinga |
|
13. fundur haldinn 9.október |
||
Lagt fram. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
8. |
1210109 - Hamingjuóskir til fimleikalandsliðsins |
|
Bæjarráð óskar fimleikalandsliðinu og fimleikadeild UMF Selfoss til hamingju með Evrópumeistaratitil 2012. |
||
|
||
9. |
1210110 - Hamingjuóskir til Hestamannafélagsins Sleipnis með Æskulýðsbikarinn |
|
Bæjarráð óskar Hestamannafélaginu Sleipni til hamingju með æskulýðsbikar Landssambands hestamanna. |
||
|
||
10. |
1210095 - Erindi SÁÁ vegna átaksins Betra líf - mannúð og réttlæti |
|
Bæjarráð tekur undir þá hugmynd að 10% af áfengisgjaldinu verði varið til að veita þolendum áfengis- og vímuefnavandans þá félagslegu þjónustu og úrræði sem eru meðal skyldna sveitarfélaganna. |
||
|
||
11. |
1209201 - Beiðni um leyfi fyrir hænum að Birkihólum 8 |
|
Bæjarráð óskar eftir að erindið verði grenndarkynnt fyrir nágrönnum. |
||
|
||
12. |
1210047 - Styrkbeiðni Landssambands hestamannafélaga vegna skráningar reiðleiða í kortasjá |
|
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. |
||
|
||
13. |
1209043 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Matur og músík Tryggvagötu 40 |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið enda er ekki um vínveitingar að ræða. |
||
|
||
14. |
1210097 - Beiðni um umsókn um tækifærisveitingaleyfi - Hvíta húsið |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið, heimilað verði að hafa opið til kl. 02 aðfaranótt 26. október. |
||
|
||
15. |
1210082 - Erindi Blindrafélagsins varðandi leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk |
|
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar. |
||
|
||
16. |
1210106 - Krafa um hljóðmælingu vegna hávaða frá iðnfyrirtæki |
|
Bæjarráð vísar erindinu til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. |
||
|
||
17. |
1210105 - Beiðni nefndasviðs Alþingis um umsögn - frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins |
|
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra. |
||
|
||
18. |
1210104 - Beiðni nefndasviðs Alþingis um umsögn - frumvarp til laga um kosningar til Alþingis um persónukjör þvert á flokka |
|
Lagt fram. |
||
|
||
19. |
1112038 - Sala eigna 2012 - Kauptilboð í Austurveg 36 |
|
Tvö tilboð liggja fyrir í eignina. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Samsteypunnar ehf. |
||
|
||
20. |
1210108 - Tillaga frá fulltrúa S-lista - Lyfta í íþróttahús Vallaskóla |
|
Undirritaður leggur til að gerðar verði úrbætur hið allra fyrsta á aðgengismálum hreyfihamlaðra áhorfenda í íþróttahúsi Vallaskóla, þannig að húsið verði aðgengilegt fyrir alla. Í íþróttahúsi Vallaskóla þarf að fara upp bratta stiga til þess að fylgjast með þeim viðburðum sem þar fara fram. Þetta gerir það að verkum að ekki hafa allir sömu möguleika til þess að horfa á það sem fram fer í íþróttahúsinu. Afar brýnt er að úr þessu verði bætt án tafar. Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista. Bæjarráð felur tækni- og veitusviði að kanna mögulegar útfærslur og meta kostnað við verkefnið. |
||
|
||
21. |
1210135 - Afmælisgjöf til Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri vegna 160 ára afmælis |
|
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefni tengt vinnslu myndar um atburði í skólastarfinu sl. 10 ár um 160.000 kr. vegna 160 ára afmælis Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
22. |
1210081 - Ályktanir af landsþingi Landssamtakanna Þroskahjálpar 2012 |
|
Lagt fram. |
||
|
||
23. |
1210067 - Kynning Línudans ehf vegna þróunar og uppbyggingar raforkuflutningskerfa |
|
Lagt fram. |
||
|
||
24. |
1210103 - Erindi mennta- og menningarmálaráðherra og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum vegna Dags íslenskrar tungu 2012 |
|
Lagt fram. Bæjarráð vísar erindinu til fræðslustjóra. |
||
|
||
25. |
1205409 - Skýrsla Vinnumálastofnunar um stöðu á vinnumarkaði í september 2012 |
|
Lagt fram. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40.
Eyþór Arnalds
Ari B. Thorarensen
Eggert V. Guðmundsson
Íris Böðvarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Ásta Stefánsdóttir