113. fundur bæjarráðs
113. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 8. júní 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10 Mætt: Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista Sandra Dís Hafþórsdóttir, varamaður, D-lista Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Helgi S. Haraldsson, B-lista, boðaði forföll. Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
9. | 1701024 - 113 fundargerð skipulags- og byggingarnefndar | |
-liður 11, breyting á btggingarreit bílskúrs að Hulduhól 2, Eyrarbakka, bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt. Fundargerðin staðfest. | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
1. | 1706002 - Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga bs 2017 1-1706002 | |
10. fundur haldinn 4. maí | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
2. | 1705182 - Fundargerð Landskerfis bókasafna 2017 2-1705182 | |
Aðalfundur haldinn 24. maí | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
Almenn afgreiðslumál | ||
3. | 1705173 - Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns til umsagnar 3-1705173 | |
Lagt var fram erindi Þorsteins Tryggva Mássonar, héraðsskjalavarðar, dags. 31. maí, varðandi athugasemdir við reglugerðardrög um rekstur héraðsskjalasafna. Bæjarráð samþykkir sameiginlegar athugasemdir Héraðsskjalasafns Árnesinga og sveitarfélaganna í Árnessýslu við reglugerðardrögin. | ||
4. | 1704290 - Kynning - alþjóðaflugvöllur í Árborg | |
Kynntar voru hugmyndir um gerð alþjóðaflugvallar innan Árborgar. | ||
5. | 1702249 - Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög frá Jöfnunarsjóði. | |
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög frá Jöfnunarsjóði fyrir jan-maí 2017. | ||
8. | 1705346 - Lóðaleiguréttindi Gesthúsa | |
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að ganga frá lóðarleigusamningi til 25 ára með uppsagnarákvæði. | ||
Erindi til kynningar | ||
6. | 1703251 - Staða leiguíbúða sveitarfélaga 2017 | |
Lögð var fram könnun Varasjóðs húsnæðismála á leiguíbúðum sveitarfélaga 2016. | ||
7. | 1705416 - Lýðheilsugöngur í tilefni af 90 ára afmæli F.Í. 7-1705416 | |
Lagt var fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. maí, þar sem sveitarfélög eru hvött til að taka þátt í samstarfi við Ferðafélag Íslands sem verður 90 ára á árinu en fyrirhugað er að bjóða uppá lýðheilsugöngur í tilefni af afmælinu í öllu sveitarfélögum í september. Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og menningarnefndar. | ||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00
Ari B. Thorarensen | Eyrún Björg Magnúsdóttir | |
Eggert V. Guðmundsson | Sandra Dís Hafþórsdóttir | |
Ásta Stefánsdóttir |