114. fundur bæjarráðs
114. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 23. október 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Eyþór Arnalds, D-lista, óskaði eftir að tekin yrði á dagskrá bókun vegna aldarafmælis Sigurjóns Ólafssonar.
Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0801042 - Fundargerðir leikskólanefndar Árborgar 2008
31.fundur haldinn 15.október
Fundargerðin staðfest.
2. 0801034 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2008
31.fundur haldinn 13.október
-liður 2, 08100048, auglýsing frá 800 Bar, bæjarráð tekur undir afgreiðslu nefndarinnar.
-liður 3, 0806045, áfallahjálp í kjölfar jarðskjálfta, bæjarráð þakkar fyrir góð vinnubrögð.
-liður 4, 0810066, sérstök aðstoð v/aðstæðna í efnahagsmálum, bæjarráð tekur undir bókun nefndarinnar um þakkir til starfsmanna Fjölskyldumiðstöðvar og annarra sem koma að verkefninu.
Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynningar:
3. 0807015 - Fundargerð aukafundar stjórnar sambandsins
757.fundur haldinn 10.október
Fundargerðin lögð fram.
Almenn erindi
4. 0804128 - Tillaga um sérstök skilyrði vegna úthlutunar byggðakvóta
Lögð var fram svohljóðandi tillaga um sérstök skilyrði vegna úthlutunar byggðakvóta á Eyrarbakka.
Bæjarráð Árborgar samþykkir að leggja til við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að vikið verði frá reglum um úthlutun byggðakvóta með eftirfarandi hætti:
Með vísan til 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 605, 24. júní 2008 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2007/2008 verði staðfest sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda á Eyrarbakka, Sveitarfélaginu Árborg.
Ákvæði reglugerðar nr. 605 frá 24. júní 2008 gilda um úthlutun byggðakvóta Sveitarfélagsins Árborgar vegna byggðarlagsins Eyrarbakka með eftirfarandi viðauka/breytingum:
Vinnsluskyldu byggðakvóta Eyrarbakka samkvæmt 6. gr. verði aflétt.
Greinargerð:
Byggðakvóti Sveitarfélagsins Árborgar fellur í hlut Eyrarbakka. Þannig háttar til að á Eyrarbakka er ekki rekin fiskvinnsla og er því ekki unnt að uppfylla skilyrði reglugerðarinnar um löndun og vinnslu innan byggðarlagsins á tvöföldu magni þess aflamarks sem kemur í hlut þess.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
5. 0711074 - Beiðni um að sveitarfélagið samþykki að greiða fyrir nám fleiri nemenda í Tónsmiðju Suðurlands
Óskað er eftir að bæjarráð samþykki að greiða fyrir nám allt að 35 nemenda með lögheimili í Árborg.
Lagt var til að erindinu yrði hafnað.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
6. 0810033 - Staða efnahagsmála, áhrif á fjármál og rekstur
Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála.
Eyþór Arnalds, D-lista, lagði fram svohljóðandi tillögur og fyrirspurn:
Tillaga um lækkun launa bæjarfulltrúa:
Laun bæjarfulltrúa og bæjarstjóra verði lækkuð um 25% frá áramótum.
Greinargerð:
Ljóst er að halli er á rekstri bæjarins nú þegar og framundan er erfið tíð. Því er rétt að kjörnir fulltrúar gangi á undan með góðu fordæmi og létti byrðar bæjarsjóðs á krepputímum.
Tillaga um lækkun nefndarkostnaðar:
Kostnaður vegna nefndastarfa verði lækkaður um 20%. Bæjarstjóra verði falið að vinna að útfærslu.
Greinargerð:
Rétt er að huga að lágmörkun kostnaðar í stjórnkerfinu. Hér væri fyrsta skrefið í þá átt.
Tillaga um einföld laun bæjarstjóra:
Tekin verði upp sú regla að laun bæjarfulltrúa dragist frá þegar viðkomandi gegnir jafnframt starfi bæjarstjóra. Formanni bæjarráðs verði falið að semja við bæjarstjóra.
Greinargerð:
Bæjarstjórastarfið er fullt starf en í um þessar mundir er bæjarfulltrúi í því starfi. Bæjarsjóður greiðir því bæjarfulltrúanum bæði fyrir bæjarstjórastarfið og bæjarfulltrúastarfið. Þetta er umdeilanlegt í góðæri en illverjanlegt í harðæri og hallarekstri eins og þeim sem nú er á bæjarsjóði Árborgar.
Samþykkt var að vísa framangreindum tillögum til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.
Tillaga um frestun framkvæmda:
Fallið verði frá áformum um að reisa útilstaverkið "Sveip" en listamanni greitt fyrir vinnu sína og hugverkið í samræmi við samninginn.
Greinargerð:
Kostnaður við listaverkið "Sveip" hefur farið úr böndunum miðað við upphaflegar forsendur. Samningurinn frá því í des. 2005 um listaverkið, er þar með brostinn en heildartala kostnaðar þar er 2,5-3 milljónir en nú liggur fyrir að sá kostnaður allt að því tífaldast. Vegna lausfjárskorts og óvissu í rekstri sveitarfélagsins er rétt að falla frá þessari framkvæmd enda ekki um forgangsverkefni sveitarfélagsins að ræða.
Samþykkt var að vísa tillögunni til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.
Eftirfarandi fyrirspurn var lögð fram: Óskað er eftir yfirliti allra útgjalda vegna "óráðstafaðs" á árunum 2007 og 2008 miðað við 30. Október
7. 0810111 - Aldarafmæli Sigurjóns Ólafssonar
Eyþór Arnalds, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Í fyrradag var þess minnst að 100 ár eru frá fæðingu Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara frá Einarshöfn á Eyrarbakka.
Kennarar og nemendur í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri ásamt fleirum, alls um 200 manns, heiðruðu minningu listamannsins með 100 kyndla blysför frá Eyrabakkaskóla að listaverkinu Kríunni eftir Sigurjón í Hraunprýði austan við Litla-Hraun.
Bæjarráð þakkar eftirtöldum aðilum sem stóðu fyrir blysförinni til heiðurs Sigurjóni Ólafssyni:
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Umhverfisdeild Sveitarfélagsins Árborgar, Björgunarsveitin Björg á Eyrarbakka, Shell-skálinn Stokkseyri,Fangelsið Litla-Hrauni og Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi og öðrum sem að málinu komu.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:45
Jón Hjartarson
Þorvaldur Guðmundsson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir