Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


2.11.2012

114. fundur bæjarráðs

114. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014,  haldinn fimmtudaginn 1. nóvember 2012  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, varamaður, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. 

Fundarmenn buðu Söndru Dís Hafþórsdóttur velkomna í bæjarráð.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1201020 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar

 

45. fundur haldinn 23. október

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

2.

1202236 - Fundargerð stjórnar SASS

 

460. fundur haldinn 17. október

 

Lagt fram.

 

   

3.

1201004 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands

 

221. fundur haldinn 1. október

 

Lagt fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

4.

1209183 - Tilnefning í starfshóp til endurskoðunar á fyrirkomulagi málefna fatlaðra á Suðurlandi

 

Bæjarráð tilnefnir Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, til setu í starfshópnum.

 

   

5.

1210117 - Undirskriftalistar foreldra ungra barna í Árborg vegna niðurgreiðslu vegna daggæslu barna

 

Undirskriftarlistarnir voru lagði fram.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslustjóra til skoðunar á kostum og göllum á endurgreiðslukerfinu og upplýsingaöflunar um endurgreiðsluhlutfall hjá öðrum sveitarfélögum.

 

   

6.

1209056 - Tilkynning atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis um úthlutun byggðakvóta 2012-2013

 

Bæjarráð samþykkir að sömu skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins gildi fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 og giltu fiskveiðiárið 2011/2012.

 

   

7.

1210152 - Beiðni velferðarnefndar Alþingis um umsögn - frumvarp til laga um félagslega aðstoð, bifreiðastyrki hreyfihamlaðra

 

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra.

 

   

8.

1209077 - Erindi frá FSu vegna greiðslna vegna viðbyggingar

 

Bæjarráð samþykkir að nýta þá fjármuni sem eru í sjóði fyrir framkvæmdir árið 2013, sbr. ákvörðun Héraðsnefndar Árnesinga á 57. fundi hennar.

 

   

9.

1210156 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - BM gisting, Kjarrmóa 1

 

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

 

   

10.

1205424 - Beiðni um framlengingu á starfi starfsmanns á menningar- og frístundasviði

 

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar kostnaði til viðauka við fjárhagsáætlun.

 

   

Erindi til kynningar

11.

1204093 - Skýrsla um ljósmyndaverkefni á Héraðsskjalasafni Árnesinga og fleiri söfnum

 

Lagt fram.

 

   

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:20. 

Eyþór Arnalds                        
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Eggert V. Guðmundsson                     
Íris Böðvarsdóttir  
Þórdís Eygló Sigurðardóttir                
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica