115. fundur bæjarráðs
115. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 8. nóvember 2012 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, boðaði forföll.
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá 8 og 9 mánaða milliuppgjör. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1201024 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar |
|
30. fundur haldinn 30. október |
||
-liður 8, 1208123, tillaga að deiliskipulagi Austurvegar milli Rauðholts og Langholts. Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst. -liður 12, 1207092, deiliskipulagstillaga v/Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst. -liður 13, 1207066, tillaga að deiliskipulagi að Eyrarbraut 49-57. Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst. -liður 17, 1209124, beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna Tryggvagötu 40. Bæjarráð leggst ekki gegn veitingarekstri án vínveitinga til kl. 23. Bæjarráð vísar til bókunar bæjarstjórnar frá mars 1989 og telur umsögnina í samræmi við umrædda bókun, auk þess liggur fyrir eftirfarandi álit bæjarlögmanns: "Vegna fyrirspurnar varðandi fyrirhugaðan rekstur veitingastaðar í flokki I (staður án áfengisveitinga) í húsnæði á lóðinni nr. 40 við Tryggvagötu á Selfossi þá staðfestist að sá rekstur sýnist falla að þeirri starfsemi er gildandi deiliskipulagsskilmálar gera ráð fyrir um starfsemi á lóðinni, enda verði þar veitingarekstur án vínveitinga með opnunartíma til kl. 23:00." Bæjarráð ítrekar að umsögnin tekur ekki til víðtækari starfsemi en þeirrar sem fram kemur að ofan. Rétt er að benda á að hugsanlegar umsóknir um tækifærisvínveitingaleyfi þurfa að koma til umfjöllunar í bæjarráði. Fundargerðin staðfest.
|
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
2. |
1202238 - Fundargerð hverfisráðs Selfoss |
|
9. fundur haldinn 10. október |
||
-liður 2a, hraðahindrun ásamt gangbraut við Vesturhóla. Í framlagðri fjárhagsáætlun næsta árs, sem vísað hefur verið til síðari umræðu, er gert ráð fyrir 750.000 kr. til gerðar hraðahindrana í sveitarfélaginu. Bæjarráð felur tækni- og veitusviði forgangsröðun í samræmi við umferðarskipulag. -liður 2b, slitlag/malbik á göngustíg milli Engjavegar og Austurvegar. Í framlagðri fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir 10.000.000 kr. til framkvæmda við göngustíga í sveitarfélaginu. Bæjarráð felur tækni- og veitustjórn forgangsröðun verkefna. -liður 2c, sala strætómiða, nú eru strætómiðar seldir í Ráðhúsinu og í bókasöfnum sveitarfélagsins. Einnig má kaupa kort á netinu á heimasíðu strætó og fá þau send heim með pósti. -liður 2d, merkingar stórra stæða við skóla fyrir flutningabíla að næturlagi . Bæjarráð vísar hugmyndinni til skipulags- og byggingarfulltrúa. Bæjarráð bendir á að unnt er að tilkynna lögreglu um bifreiðastöður sem ekki eru í samræmi við reglur. -liður 2e, pollar við gangbrautir. Bæjarráð þakkar ábendinguna. -liður 2f, frágangur við gangstéttar og fyrirspurn um gangbrautir. Bæjarráð vísar fyrirspurninni til skipulags- og byggingarfulltrúa. -liður 3, gróður við lóðamörk. Bæjarráð þakkar ábendinguna. -liður 4, merkingar á hámarkshraða við Selfossveg og götumerking. Bæjarráð þakkar ábendinguna. -liður 5, akstur í bæjargarðinum. Hjólabrettasvæðið hefur nú verið flutt úr bæjargarðinum og er því gert ráð fyrir að draga muni úr akstri um hann. -liður 6, þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarheimili. Bæjarráð þakkar ábendinguna. Bæjarráð hefur fundað með velferðarráðherra og ítrekað bent á þörf á úrræðum í þessum málum. Þá hefur bæjarráð beint fyrirspurn til velferðarráðherra um þessi mál á fundi nú í haust og tekið málið upp á fundi fjárlaganefndar hinn 12. október sl. -liður 7a, gönguleið að Larsenstræti. Í framlagðri fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir 10.000.000 kr. til framkvæmda við göngustíga í sveitarfélaginu. Bæjarráð felur tækni- og veitustjórn forgangsröðun verkefna. -liður 7d, bæjarráð felur framkvæmdastjóra að kanna stöðu mála. Fundargerðin lögð fram.
|
||
|
||
3. |
1210175 - Fundargerð hverfisráðs Stokkseyrar |
|
opinn fundur haldinn 17. október |
||
Bæjarráð þakkar hverfisráðinu fyrir það framtak að halda opinn íbúafund. Umhirða lóða: Bæjarráð tekur undir ábendingarnar og hvetur lóðarhafa til góðrar umgengni. Strætóferðir: Tímasetningar taka mið af upphafi og lokum vinnu- og skóladags. Einnig hefur verið leitast við að taka mið af því að börn og ungmenni geti sótt félagsmiðstöð og tómstundir. Ferðir eru hins vegar ekki nægilega margar að það henti að sækja allar íþróttaæfingar, tómstundir eða tónlistarnám. Talsverður kostnaður fylgir fjölgun ferða. Hugmyndir að íbúakortum almennt hafa verið til skoðunar. Íþróttahús: Lagfæring á þaki á íþróttahúsi er á fjárhagsáætlun. Húshitun: Unnið hefur verið að stækkun dreifikerfis hitaveitu. Unnið er að öflun á heitu vatni og stefnt er að því í framtíðinni að heitt vatn nýtist sem flestum íbúum sveitarfélagsins til húshitunar. Malbikun botnlanga: Á þriggja ára áætlun sveitarfélagsins er gert ráð fyrir malbikun botnlanga við Eyjasel. Töfragarður: Bú Töfragarðsins er til skiptameðferðar og hefur sveitarfélagið ekki umráð yfir umræddu landi að svo stöddu máli. Þuríðarbúð: Áætlað er að lagfæra Þuríðarbúð á næsta ári og hefur fengist styrkur til verkefnisins hjá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands. Sundlaugin: Nuddpottur verður endurnýjaður á þessu ári. Ruslagámar: Eftir að eitt gámasvæði fyrir allt sveitarfélagið var byggt upp, voru gámavellir lagðir af. Stefnt er að því að hafa gáma á Eyrarbakka og Stokkseyri vor og haust. Hafnargata sunnan Hólmarastar: Bæjarráð þakkar ábendinguna. Fundargerðin lögð fram. |
||
|
||
4. |
1209077 - Fundargerð byggingarnefndar vegna stækkunar á verknámshúsi við FSu |
|
4. fundur haldinn 23. október |
||
Lagt fram. |
||
|
||
5. |
1202030 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga |
|
800. fundur haldinn 26. október |
||
Lagt fram. |
||
|
||
6. |
1210167 - Fundargerð almannavarnanefndar Árnessýslu |
|
12. fundur 16.10.12 |
||
Lagt fram. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
7. |
1210159 - Beiðni um landsvæði fyrir Bréfdúfnafélag Íslands í Árborg |
|
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að afla nánari upplýsinga. |
||
|
||
8. |
1210162 - Styrkbeiðni - vorferð 10. bekkjar Sunnulækjarskóla 2013 |
|
Málefni skólaferðalaga verða afgreidd innan skólanna. Bæjarráð felur fræðslustjóra að yfirfara drög að fjárhagsáætlun með tilliti til þessa. |
||
|
||
9. |
1205415 - Umdæmissamningar almannavarnanefndar við björgunarfélög og Rauða kross Íslands |
|
Lagt fram. |
||
|
||
10. |
1211006 - Beiðni um umsögn um drög að frumvarpi til laga um almenningssamgöngur |
|
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar. |
||
|
||
11. |
1211001 - Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun, flokkun virkjunarkosta og gerð orkunýtingaráætlunar |
|
Bæjarráð vísar til fyrri umsagna Sveitarfélagsins Árborgar frá 111. fundi hinn 4. október 2012 sem og umsagna SASS frá ársþingi SASS hinn 19. október sl. |
||
|
||
12. |
1210169 - Beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum |
|
Bæjarráð felur fræðslustjóra að fara yfir tillöguna. |
||
|
||
13. |
1211017 - Styrkbeiðni - Stígamót 2013 |
|
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. |
||
|
||
14. |
1203082 - Milliuppgjör 2012, 8 og 9 mánaða uppgjör |
|
Lagt fram. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
15. |
1211004 - Erindi frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum um áfengisauglýsingar á íþróttasvæðum |
|
Bæjarráð þakkar erindið. Í Sveitarfélaginu Árborg eru ekki áfengisauglýsingar á íþróttasvæðum, ennfremur er virk forvarnastefna í gangi. |
||
|
||
16. |
1202386 - Erindi frá mennta- og menningarmálaráðuenytinu varðandi dag eineltis og þjóðarsáttmála gegn einelti |
|
Lagt fram. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:10.
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
Ásta Stefánsdóttir |
|
|