Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29.6.2017

115. fundur bæjarráðs

115. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 29. júní 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista Rósa Sif Jónsdóttir, ritari, sem ritaði fundargerð. Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1.   1701026 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2017
  29. fundur haldinn 8. júní
  - liður 2, málsnr. 1701043 - Reglur Sveitarfélagsins Árborgar um sérstakan húsnæðisstuðning. Bæjarráð samþykkir reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og að þær taki gildi frá og með 1. júní. - liður 2, málsnr. 1607086 - Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir. Bæjarráð samþykkir að fá kostnaðaráætlun við gerð húsnæðisáætlunar fyrir sveitarfélagið og leggi fyrir bæjarráð. Fundargerðin staðfest.
     
2.   1701029 - Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2017
  31. fundur haldinn 14. júní
  Fundargerðin staðfest.
     
3.   1701028 - Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2017
  41. fundur haldinn 14. júní
  - liður 1, málsnr. 1703138 - Uppbygging á hjólreiða- og göngustígum í Árborg. Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárfestingaráætlun upp á 20. millj.kr. Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
4.   1704015 - Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2017 4-1704015
  Fundur haldinn 3. maí
  - liður 1, póstmál, bæjarráð hefur þegar gert athugasemdir við póstþjónustu í sveitarfélaginu. - liður 2, brunarústir, Sveitarfélagið Árborg hefur upplýsingar um að málið sé í vinnslu hjá tryggingafélagi húseiganda. - liður 3, stoppistöðvar Strætó, bæjarráð óskar eftir að Strætó bs athugi hvort unnt sé að staðsetja stoppistöðvar þannig að þær loki ekki fyrir innkeyrslur. - liður 4, staðsetning rusladalla, bæjarráð beinir ábendingunni til framkvæmda- og veitusviðs. - liður 5, skilti, í undirbúningi er að setja upp skilti sem leiðbeina ferðamönnum um tjaldsvæði, salernisaðstöðu o.fl. - liður 6, sláttur við Löngudæl, bæjarráð beinir ábendingunni til umhverfisdeildar.
     
5.   1704154 - Aðalfundur Veiðifélags Árnesinga 2017 5-1704154
  Aðalfundur haldinn 27. apríl
  Fundargerðin lögð fram.
     
Almenn afgreiðslumál
6.   1701138 - Knatthús á Selfossvöll
   
  Sandra Dís Hafþórsdóttir og Ari Björn Thorarensen, bæjarfulltrúar, komu inn á fundinn undir þessum lið. Ólafur Gestsson endurskoðandi, Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri, Adolf Ingi Bragason og Sveinbjörn Másson, fulltrúar knattspyrnudeildar, komu inn á fundinn og kynnt var staða mála vegna hugmynda um byggingu knatthúss á Selfossvelli.
     
7.   1704047 - Kaupleiga á iPad spjaldtölvum fyrir nemendur í Árborg 7-1704047
  Erindi frá Vallaskóla vegna iPad-þróunarverkefnis. Ingibjörg Garðarsdóttir fjármálastjóri kemur inn á fundinn.
  Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri, kom inn á fundinn og farið var yfir erindi frá Vallaskóla vegna iPad-þróunarverkefnis. Bæjarráðs samþykkir erindið og felur tölvudeild sveitarfélagsins að leita tilboða í umræddan búnað í samræmi við innkaupareglur sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna verkefnisins.
     
8.   1706069 - Breyting á lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi 8-1706069
  Tillaga að lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. - Síðari umræða.
  Bæjarráð Árborgar samþykktir breytingu á lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi.
     
9.   1706117 - Styrktarsamningur vegna fjallkonu á 17. júní 9-1706117
  Beiðni Kvenfélags Selfoss um styrktarsamning til að standa straum af kostnaði við árlegt fjallkonuverkefni á 17. júní á Selfossi.
  Lögð var fram beiðni Kvenfélags Selfoss um styrktarsamning til að standa straum af kostnaði við árlegt fjallkonuverkefni á 17. júní á Selfossi. Bæjarráð samþykkir erindið.
     
10.   1706075 - Styrkbeiðni fyrir leiklistar- og dansnámskeiðs fyrir krakka og unglinga í Árborg 10-1706075
   
  Lagt var fram erindi Júlís Heiðars Halldórssonar, dags. 26. maí, þar sem hann óskar eftir styrk til að halda leiklistar- og dansnámskeið fyrir krakka og unglinga á Selfossi í sumar. Bæjarráð þakkar fyrir erindið en sér sér ekki fært að verða við því að þessu sinni.
     
11.   1706068 - Íbúðir Íbúðalánasjóðs í Árborg boðnar sveitarfélaginu til kaups
   
  Bæjarráð samþykkir að afla frekari gagna vegna málsins.
     
12.   1706148 - Fjögurra ára samgönguáætlun vegna hafna- og sjóvarnaframkvæmda 2018-2021 12-1706148
  Erindi Vegagerðarinnar vegna undirbúnings að næstu fjögurra ára samgönguáætlun.
  Lagt var fram erindi Vegagerðarinnar vegna undirbúnings að næstu fjögurra ára samgönguáætlun. Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar.
     
13.   1706065 - Beiðni um aukinn kennslukvóta 13-1706065
  Kostnaðaráætlun frá Tónlistarskóla Árnesinga.
  Lögð var fram kostnaðaráætlun frá Tónlistarskóla Árnesinga. Bæjarráð samþykkir að auka kennslukvóta við Tónlistarskóla Árnesinga um 5 klst. Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun vegna þess hluta námsgjalda sem fellur á haustönn 2017.
     
14.   1706175 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir 14-1706175
   
  Lögð var fram beiðni frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 16. júní, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að þingsályktun um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, mál 414. Veittur er frestur til 15. ágúst.
     
Erindi til kynningar
15.   1702340 - Styrktarsjóður EBÍ 2017 15-1702340
   
  Lagt var fram svar frá Styrktarsjóði EBÍ þar sem fram kemur að Sveitarfélagið Árborg fékk úthlutað styrk kr. 300.000 í upplýsingaskilti við Fjörustíg - stígur milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Söguslóðir Þuríðar formanns og Kambsránsins. Kvennasaga og barátta kvenna fyrir atvinnufrelsi. Bæjarráð þakkar styrkinn.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:55  
Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Eyrún Björg Magnúsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson   Rósa Sif Jónsdóttir
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica