Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15.11.2012

116. fundur bæjarráðs

116. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 15. nóvember 2012  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, varamaður, áheyrnarfulltrúi B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi V-lista, Ásta Stefánsdóttir,  framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. 

Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1201021 - Fundargerð fræðslunefndar

 

26. fundur haldinn 8. nóvember

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

2.

1201020 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar

 

46. fundur haldinn 14.11.2012

 

Bæjarráð staðfestir fundargerðina.

 

   

Fundargerðir til kynningar

3.

1204187 - Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga

 

14. fundur haldinn 30. október

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

4.

1202236 - Fundargerð stjórnar SASS

 

461. fundur haldinn 5. nóvember

 

Lagt fram.

 

   

5.

1209077 - Fundargerðir vegna stækkunar á verknámshúsi við FSu og tilnefning fulltrúa í dómnefnd

 

5. fundur haldinn 6. nóvember

 

Fundargerðin lögð fram. Bæjarráð tilnefnir Gunnar Egilsson til setu í dómnefnd um stækkun verknámsaðstöðu.

 

   

6.

1203112 - Fundargerð stjórnar Sandvíkurseturs ehf

 

9. fundur haldinn 7. nóvember

 

Lagt fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

7.

1211028 - Tilkynning um lokun umdæmisskrifstofu Þjóðskrár Íslands á Selfossi

 

Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með það að hagræðingaraðgerðir ríkisins séu alltaf á sama veg, að starfsemi sé lögð niður á landsbyggðinni og flutt til Reykjavíkur. Bæjarráð hefur engar upplýsingar um raunverulegan sparnað af þessum aðgerðum, en bendir á að launa- og húsnæðiskostnaður í Reykjavík er hærri en á Selfossi. Rök eru fyrir því að starfsemi fasteignamats eigi heima á sveitarstjórnarstiginu, þar sem upplýsingar um byggingar liggja fyrir hjá sveitarfélögum.

 

 

 

8.

1112102 - Menningarsalurinn í Hótel Selfossi

 

Rætt var um stöðu mála varðandi kaup sveitarfélagsins á menningarsalnum í Hótel Selfossi. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að vinna áfram að samningagerð.

 

   

9.

1210117 - Niðurgreiðsla vegna daggæslu barna, minnisblað fræðslustjóra

 

Bæjarráð samþykkir að breyta greiðslufyrirkomulagi vegna niðurgreiðslna vegna daggæslu í samræmi við tillögu fræðslustjóra. Á þann hátt er komið til móts við óskir notenda þjónustunnar og endurgreiðslufyrirkomulag einfaldað.

Bæjarráð samþykkir að hækka niðurgreiðslu árið 2013 í 25.000 kr. Tekið verði tillit til þessarar breytingar fyrir síðari umræðu fjárhagsáætlunar.

 

   

10.

1007011 - Safn mjólkuriðnaðarins á Selfossi

 

Tilnefning í starfshóp

 

Bæjarráð tilnefnir Kjartan Björnsson og Bárð Guðmundarson til setu í starfshópi með MS.

 

   

11.

1211020 - Sala á Björgunarmiðstöðinni við Árveg

 

Rætt var um mögulega sölu sveitarfélagsins á eigninni. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að vinna drög að kaupsamningi.

 

   

12.

1210129 - Tillaga ungmennaráðs um málefni ungs fólks

 

Tillögunni var vísað til bæjarráðs af bæjarstjórn

 

Bæjarráð þakkar fyrir sýndan áhuga á málefnum sveitarfélagsins. Bæjarráð vill sérstaklega efla samstarf við ungmennaráð á sviði menningarmála, íþrótta- og æskulýðsmála og forvarnarmála. Bæjarráð hvetur ungmennaráð til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

 

   

13.

1210128 - Tillaga ungmennaráðs um samgöngur

 

-liður 1 og 3, tíðni ferða innan Árborgar, sveitarfélagið vill stuðla að aukinni tíðni ferða strætó innan sveitarfélagsins.

-liður 2, verið er að skoða leiðir til að koma til móts við grunnskólanemendur á Eyrarbakka og Stokkseyri, m.a. með persónubundnum kortum. Rétt er að benda á að kostnaður nema við FSu vegna fargjalda er ekki 65.000 kr. á önn, eins og kemur fram í erindi ungmennaráðs, þar sem dreifbýlisstyrkur kemur á móti, útlagður kostnaður nemenda er 15.000 kr.

-liður 4, fargjöld nemenda sem stunda nám á höfuðborgarsvæðinu eru niðurgreidd um 15% skv. ákvörðun bæjarráðs frá því sl. sumar.

 

 

   

14.

1211006 - Beiðni nefndasviðs Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um almenningssamgöngur

 

Áður frestað á fundi 115. fundi

 

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að vinna umsögn um frumvarpið.

 

 

 

15.

1211047 - Beiðni nefndasviðs Alþingis umsögn um frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs, hlutverk Reykjavíkurflugvallar

 

Lagt fram.

 

   

16.

1211031 - Styrkbeiðni - starfsemi samtakanna Landsbyggðin lifi

 

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

 

   

17.

1210106 - Tilkynning frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um úrvinnslu máls vegna kvörtunar um hávaða frá iðnfyrirtæki

 

Lagt fram.

 

   

18.

1211061 - Stofnsamningur Héraðsnefndar Árnesinga bs.

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu samningsins til næsta fundar.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:25. 

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Íris Böðvarsdóttir

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica