Fundargerðir til staðfestingar |
1. |
1701024 - Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2017 |
|
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, 38. fundur haldinn 5. júlí 2017 |
|
-liður 1, 1706141, tillaga að breytingu lóðarmarka að Eyrarbraut 43-47, lagt er til við bæjarráð að tillaga 2 verði samþykkt. Bæjarráð samþykkir tillöguna. -liður 2, 1611120, tillaga að breytingu lóðarmarka vegna breytinga á innkeyrslu að Eyrarbraut 25-29, lagt er til við bæjarráð að breytingin verði samþykkt. Bæjarráð samþykkir tillöguna. -liður 18, 1706155, beiðni um landskipti, lagt er til við bæjarráð að landskipti verði samþykkt. Bæjarráð samþykkir landskipti. -liður 19, 1705372, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðara að Eyrargötu 53, Eyrarbakka, lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi verið samþykkt. Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfi. -liður 20, 1706275, umsókn um nafnabreytingu að Álalæk 15-21, Selfossi. Lagt er til við bæjarráð að breytingin verði samþykkt. Bæjarráð samþykkir breytinguna. -liður 21, tillaga að breyttu deiliskipulagi að Byggðarhorni, landi 2, Sveitarfélaginu Árborg, lagt er til við bæjarráð að breytingin verði samþykkt. Bæjarráð samþykkir breytinguna. Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
Fundargerðir til kynningar |
2. |
1702104 - Fundargerðir stjórnar SASS 2017
2-1702104 |
|
521. fundur haldinn 21. júní |
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
3. |
1704015 - Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2017
3-1704015 |
|
Fundur haldinn 26. júní |
|
-liður 1, gangstéttir á Stokkseyri. Endurgerð gangstétta á Stokkseyri var boðin út sl. vor og er þar um að ræða framhald á verkefni sem unnið hefur verið að sl. ár. Verklok eru áætluð fyrir haustið og hefur verktaki þegar hafið framkvæmdir. -liður 2, leikvellir við Tjarnarstíg og Ólafsvelli (lagfæring á leiktækjum og garðbekkur við Ólafsvelli), bæjarráð vísar ábendingunni til framkvæmda- og veitusviðs. -liður 3, lagfæringar á lóð við Heiðarbrún 10, sem sígur inn á land sem í fundargerðinni er sagt í eigu Árborgar. Framkvæmdastjóri sveitarfélagsins hefur verið í samskiptum við lóðarhafa varðandi leiðir til úrbóta, en möguleikar takmarkast af því að aðliggjandi land er ekki í eigu Árborgar. -liður 4, malbikun á botnlöngum. Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar. -liður 5, aðgengi að sjóvarnagarði, bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar. -liður 6, tillaga um að gangstétt við Hásteinsveg verði lengd. Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar. -liður 7, sláttur við Löngudæl. Umhverfisdeild sveitarfélagsins hefur ábendinguna til skoðunar. Ekki hefur verið gert ráð fyrir slætti á bökkum Löngudælar, en skoðað verður hvort ástæða sé til að slá einhverja hluta. -liður 8, tillaga um að hverfisráðum verði úthlutað fjármagni til framkvæmda. Bæjarráð vísar tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar. -liður 9, Fjörustígur, malbik og ljósastaurar, bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar. |
|
|
|
4. |
1702015 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2017
4-1702015 |
|
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 851. fundur haldinn 30. júní 2017 |
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
|
|
|
5. |
1707041 - Styrkbeiðni - sveitarfélög sýna vináttu í verki
5-1707041 |
|
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. júní 2017, þar sem framsend er styrktarbeiðni frá landssöfnuninni Vinátta í verki vegna hamfaranna á Grænlandi þann 18. júní. |
|
Bæjarráð samþykkir 250.000 kr. framlaga til söfnunarinnar. |
|
|
|
6. |
1608064 - Erindi Handknattleikssambands Íslands dags. 26. júní 2017 varðandi undanþágu til að spila handbolta í íþróttahúsi Vallaskóla á næsta keppnistímabili.
6-1608064 |
|
Bréf HSÍ var lagt fram. Í bréfinu kemur fram að undanþága er veitt til eins árs, enda gerir HSÍ ráð fyrir að þá verði komin fram samþykkt fyrir endurbótum á húsnæði Iðu. Bæjarráð samþykkir að hefja formlegar viðræður við Fasteignir ríkisins um endurnýjun á gólfi íþróttahússins Iðu, sem er í umráðum ríkisins. |
|
|
|
7. |
1707093 - Ósk Ungmennafélags Selfoss um að taka við rekstri íþróttahúss Vallaskóla
7-1707093 |
|
|
|
Vegna þeirra breytinga sem liggja í loftinu varðandi mögulegan flutning handboltans yfir í Iðu telur bæjarráð ekki tilefni til þess að svo stöddu að færa rekstur íþróttahúss Vallaskóla yfir til UMFS. Bæjarráð felur Braga Bjarnasyni að vinna að enn meira samstarfi við handknattleiksdeildina í tengslum við verkefni á leikdögum o.þ.h. |
|
|
|