117. fundur bæjarráðs
117. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 22. nóvember 2012 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá stöðu löggæslumála. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1211090 - Átak til atvinnu 2013 - Vinna og virkni |
|
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri, kom inn á fundinn og kynnti átaksverkefnið Vinna og virkni. Henni var falið að vinna áfram að málinu. |
||
|
||
2. |
1211075 - Styrkbeiðni - nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2012 |
|
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. |
||
|
||
3. |
1211073 - Styrkbeiðni - Snorraverkefnið 2013 |
|
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. |
||
|
||
4. |
1211096 - Beiðni um að frumvarp að stjórnarskrá verði sent til umsagnar |
|
Lögð var fram eftirfarandi tillaga: Bæjarráð Árborgar fer þess á leit við stjórnskipunarnefnd Alþingis að frumvarp að stjórnarskrá verði sent sveitarfélögum til umsagnar og að haft verði samráð við sveitarfélögin í landinu ekki síst vegna ákvæða sem varða grunnmenntakerfið í landinu.
Á yfirstandandi ári hefur Sveitarfélagið Árborg fengið til umsagnar 33 lagafrumvörp og þinsályktunartillögur og telur bæjarráð eðlilegt að svo veigamikið frumvarp sem frumvarp að nýjum stjórnskipunarlögum komi til umsagnar sveitarfélaga. Bæjarráð beinir því til Sambands íslenskra sveitarfélaga að það kalli einnig eftir frumvarpinu til umsagnar. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, sat hjá.
|
||
|
||
5. |
1210005 - Kynningargögn vegna sölu á Pakkhúsinu |
|
Bæjarráð samþykkir að hefja söluferlið. Kynningargögn verði aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins. |
||
|
||
6. |
1002178 - Verkefnið 20/20 sóknaráætlun - Suðurland |
|
Bæjarráð minnir á mikilvægi samráðs við sveitarfélögin þegar fyrirhugað er að gera breytingar á starfsemi opinberra stofnana á landsbyggðinni. |
||
|
||
7. |
1209127 - Staða löggæslumála |
|
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður, og Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, komu inn á fundinn. Skýrsla innanríkisráðuneytisins um löggæslumál er ekki aðgengileg á Netinu, bæjarráð óskar eftir því við innanríkisráðuneytið að fá skýrsluna senda. Þá óskar bæjarráð eftir upplýsingum um hvernig fjárveitingum er skipt á milli lögregluembættanna í landinu. Fram kom á fundinum að skv. úttekt ríkislögreglustjóra fyrir fimm árum síðan var metin þörf fyrir 34-36 stöðugildi í lögreglunni í Árnessýslu, auk yfirvinnu. Á þeim tíma voru stöðugildin 28 og var talan óbreytt tveimur árum síðar. Nú eru stöðugildin 24 og stefnir í að þau verði 20 að óbreyttu. Auk íbúa eru margir sem dvelja í sumarhúsum en um 60% sumarhúsa á landinu eru í sýslunni. Bæjarráð ítrekar áhyggjur sínar af löggæslumálum. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
8. |
1209069 - Ársþing SASS 2012 - ályktanir þingsins |
|
Lagt fram. |
||
|
||
9. |
1201004 - Fundarboð Samráðsnefndar sorpsamlaganna á Suðvesturlandi |
|
Lagt fram. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:10.
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |