Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


27.11.2008

118. fundur bæjarráðs

118. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 27. nóvember 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt: 
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri

Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Forseti bæjarráðs leitaði afbrigða til að taka á dagskrá lántöku frá Lánasjóði sveitarfélaga. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar:

1. 0801021 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
60.fundur haldinn 13.nóvember


-liður 12, 0808097, deiliskipulag að Sandvíkurheiði, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að deiliskipulagið verði auglýst.
Fundargerðin staðfest.

2. 0801034 - Fundargerðir félagsmálanefndar
32.fundur haldinn 22.október
33.fundur haldinn 31.október
34.fundur haldinn 4.nóvember


Fundargerðirnar lagðar fram.

3. 0801114 - Fundargerðir atvinnuþróunarnefndar Árborgar
6.fundur haldinn 12.nóvember
7.fundur haldinn 17.nóvember


Fundargerðirnar lagðar fram.

Almenn erindi

4. 0811041 - Tillögur starfshóps um reiðvegi

Bæjarráð þakkar fyrir vel unnin störf og vísar þeim þætti sem snýr að aðalskipulagi til aðalskipulagshóps. Tillögunni er vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.

5. 0811055 - Bréf Meistarafélags Suðurlands um stöðu byggingariðnaðarins

Bæjarráð þakkar bréfið og tekur undir mikilvægi þess að halda uppi góðu atvinnustigi og mun sveitarfélagið áfram stuðla að því eftir því sem fjármögnun framkvæmda og aðstæður leyfa.

6. 0811052 - Erindi Íþrótta- og ólympíusambands Íslands um áhrif efnahagsþrenginga á íþróttastarf

Bæjarráð þakkar erindið og tekur undir áherslur bréfritara sem eru í fullu samræmi við nýja íþrótta- og tómstundastefnu Árborgar.

7. 0811061 - Erindi Lögmanna Suðurlandi um landskipti á jörðinni Byggðarhorni 1, lannr. 197063 og Byggðarhorni landnr. 173956

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

8. 0811081 - Beiðni HSK um aukinn fjárstuðning fyrir árið 2009.

Bæjarráð hafnar erindinu og bendir á að þátttaka Árborgar er í gegnum Héraðsnefnd Árnesinga.

9. 0803104 - Lántökur 2008

Lögð var fram svohljóðandi tillaga:

Bæjarráðið samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 200.000.000 kr. til 16 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til framkvæmda, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Láninu verði varið til að fjármagna samningsbundin verkefni sem þegar eru í gangi og lýkur á árinu 2009.

Jafnframt er Ragnheiði Hergeirsdóttur, kt.280662-4619, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Áborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:40.

Jón Hjartarson                         
Þorvaldur Guðmundsson
Eyþór Arnalds                         
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica