118. fundur bæjarráðs
118. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 29. nóvember 2012 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1201023 - Fundargerð menningarnefndar |
|
22. fundur haldinn 15. nóvember |
||
-liður 4, fjárhagsáætlun 2013. styrkir sveitarfélagsins til ýmissa menningarviðburða á árinu 2013 nema skv. frumvarpi að fjárhagsáætlun kr. 13.209.000, þar af renna 3.200.000 kr. til Menningarráðs Suðurlands sem úthlutar styrkjum tvisvar á ári. Til ýmissa viðburða er ráðstafað kr. 6.920.000. Ekki er gert ráð fyrir frekari styrkveitingum í frumvarpi að fjárhagsáætlun. Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
2. |
1201004 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands |
|
222. fundur haldinn 13. nóvember |
||
Lagt fram. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
3. |
1211126 - Auglýsing innanríkisráðuneytisins um fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga |
|
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að vinna ný drög að samþykktum í samræmi við fyrirmynd ráðuneytisins að samþykkt um stjórn sveitarfélaga. |
||
|
||
4. |
1203182 - Leiga á félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, drög að samningi |
|
Bæjarráð samþykkir samningsdrög sem liggja fyrir fundinum. |
||
|
||
5. |
1211117 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna félagsheimilis Karlakórs Selfoss |
|
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið. |
||
|
||
6. |
1211061 - Stofnsamningur Héraðsnefndar Árnesinga bs |
|
Áður frestað á 116. fundi bæjarráðs |
||
Farið var yfir drög að samþykktum. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að senda athugasemdir. |
||
|
||
7. |
1211130 - Styrkbeiðni HSK 2013 - aukning á styrk |
|
Styrkveitingar sveitarfélagsins til HSK fara í gegnum Héraðsnefnd Árnesinga. |
||
|
||
8. |
1211109 - Beiðni velferðarnefndar um umsögn um frumvarp til laga um sjúkratryggingar |
|
Bæjarráð lýsir yfir undrun sinni á því hve skammir frestir eru til að gefa umsagnir um lagafrumvörp. Umsagnarfrestur rann út 26. nóvember en ósk um umsögn um frumvarp til laga um sjúkratryggingar barst 19. nóvember og er bæjaráði því gert ókleift að veita umsögn innan tilskilins tíma. Bæjarráð fundar vikulega og eru fundarboð send út þremur dögum fyrir fund. |
||
|
||
9. |
1211123 - Kauptilboð í íbúð Leigubústaða Árborgar að Baugstjörn 13 |
|
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið. |
||
|
||
10. |
1211134 - Styrkir til starfsmannafélaga Árborgar |
|
Bæjarráð samþykkir að styrkja starfsmannafélög á vinnustöðum sveitarfélagsins um 1.500.000 kr. og felur framkvæmdastjóra að ganga frá greiðslum til starfsmannafélaga eða sjóða á vinnustöðum sveitarfélagsins. |
||
|
||
11. |
1211135 - IPA styrkumsókn - undirbúningur metanorkuvers |
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:50
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |