Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


24.8.2017

118. fundur bæjarráðs

118. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 24. ágúst 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, boðaði forföll. Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
1.   1703106 - Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs. 2017
  26. fundur haldinn 26. ágúst 27. fundur haldinn 27. ágúst
  Fundargerðin lögð fram.
     
2.   1702103 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2017
  180. fundur haldinn 10. ágúst
  Fundargerðin lögð fram.
     
Almenn afgreiðslumál
3.   1708026 - Rekstrarleyfisumsögn - Austurvegur 32, Easy Iceland ehf 3 - 1708026
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 1. ágúst, um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að Austurvegi 32, Easy Iceland ehf, gisting í flokki II.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið, enda er húsið á miðsvæði skv. skipulagi.
     
4.   1708027 - Rekstrarleyfisumsögn - Smáratún 19, íbúðagisting 4 - 1708027
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 2. ágúst, um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að Smáratúni 19, gisting í flokki II.
  Bæjarráð veitir neikvæða umsögn um erindið, enda er húsið á svæði sem er íbúðabyggð skv. skipulagi.
     
5.   1706180 - Rekstrarleyfisumsögn - Guest House 5 - 1706180
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 19. júlí, þar sem óskar er eftir umsögn um rekstrarleyfi, Búðarstígur 16, gisting, flokkur II.
  Bæjarráð veitir neikvæða umsögn um erindið, enda er húsið ekki á svæði fyrir þjónustu skv. aðalskipulagi heldur íbúðasvæði.
     
6.   1706305 - Rekstrarleyfisumsögn - gistiheimilið Kvöldstjarnan 6 - 1706305
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 30. júní, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í flokki II vegna Stjörnusteina 7, Stokkseyri.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið enda er húsið skilgreint fyrir þjónustu.
     
7.   1708062 - Umsögn - ívilnun á fjárfestingarverkefni 7 - 1708062
  Beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 11. ágúst, um umsögn vegna fjárfestingarverkefnis sem fyrirhugað er í Hellisheiðarvirkjun.
  Erindið var lagt fram. Af erindinu má ráða að beina hafi átt því til Sveitarfélagsins Ölfuss.
     
8.   1702249 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2017
  Rekstraryfirlit, janúar til júní.
  Lagt fram.
     
9.   1702249 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2017
  Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði.
  Lagt fram til kynningar.
     
10.   1708092 - Fjárhagsáætlun 2017 - Erindi frá Álfheimum
  Erindi frá fræðslustjóra fyrir hönd leikskólastjóra Álfheima þar sem óskað er eftir viðbótarfjárveitingu vegna leikskólans Álfheima.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna leiðréttinga á launalið og kostnaðar við alþrif að fjárhæð kr. 3.280.000. Bæjarráð vísar beiðni um heimild til að ráða matráð til frekari skoðunar hjá fræðslustjóra og leikskólastjóra.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:00.  Gunnar Egilsson                                Kjartan Björnsson Arna Ír Gunnarsdóttir                                   Helgi Sigurður Haraldsson Ásta Stefánsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica