119. fundur bæjarráðs
119. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 4. desember 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista
Eþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá tillögu um málþing um atvinnumál. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0801047 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
153.fundur haldinn 26.nóvember
Fundargerðin staðfest.
2. 0801021 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
61.fundur haldinn 27.nóvember
-liður 3, 0807059, byggingarleyfi fyrir Strandgötu 5, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.
-liður 4, 0704037, umferðarskipulag, bæjarráð vísar tillögu nefndarinnar til heildarafgreiðslu umferðarskipulags fyrir Árborg. Bæjarráð leggur áherslu á að afgreiðslu umferðarskipulags verði hraðað sem mest.
Fundargerðin staðfest.
Almenn erindi
3. 0811104 - Beiðni Skógræktarfélags Selfoss um styrk til áframhaldandi uppbyggingar í Hellisskógi
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera tillögu að samningi við Skógræktarfélagið.
4. 0801054 - Stefnumörkun í öldrunarmálum 2008. Ósk um frestun á skilum til 19.janúar nk.
Bæjarráð samþykkir erindið.
5. 0811116 - Styrkbeiðni - Snorraverkefnið 2009
Bæjarráð samþykkir erindið.
6. 0812002 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfi fyrir Höllina
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið, bæði hvað varðar fyrirhugaðan afgreiðslutíma frá kl. 11-21 virka daga og frá kl. 12-21 um helgar og staðsetningu veitingastaðarins, enda er hún í samræmi við skipulag sveitarfélagsins.
7. 0808097 - Deiliskipulagstillaga - Eyðimörk (Sandvíkurheiði)
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar frá 61. fundi um að vísa tillögunni til bæjarstjórnar.
8. 0812021 - Tillaga um málþing, Nýsköpunarsmiðju, fyrir fólk sem hefur misst atvinnu eða er með óörugga atvinnu og áhugafólk um nýsköpun
Formaður bæjarráðs lagði fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarráð samþykkir að Sveitarfélagið Árborg í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, efni til málþings, „Nýsköpunarsmiðja", þann 13. febrúar 2009, fyrir fólk sem misst hefur atvinnu, eða er með óörugga atvinnu og annað áhugafólk um nýsköpun og umsköpun á eigin atvinnu.
Greinargerð:
Markmiðið með „Smiðjunni" er að ná fólki saman til þess að skiptast á hugmyndum og skoðunum um nýsköpun og ný atvinnutækifæri. Farið verður yfir nokkur grundvallaratriði „frá hugmynd til veruleika" undir leiðsögn ráðgjafa frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands á sviði nýsköpunar og sprotafyrirtækja. Gert er ráð fyrir að „Smiðjan" standi yfir í einn dag og í lok dagsins verði ákveðið hvert/hvort framhald verði á „Smiðjunni".
Nýsköpunarsmiðjan er tilraun til þess að mæta ríkjandi aðstæðum með uppbyggjandi hætti og athuga hvort unnt sé að ná fram hugmyndum um nýja starfsemi, nýsköpun, sprotafyrirtæki eða nýja útfærslu á því sem fyrir er og hvernig hægt sé að aðlaga hugmynd að raunhæfu viðfangsefni, atvinnustarfsemi, námi o.s.frv.
Sérstök kynningardagskrá verður gefin út þegar nær dregur.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Erindi til kynningar
9. 0806079 - Úrskurður v/stjórnsýslukæru - synjun sölu leigulands á Eyrarbakka
Lagt fram.
Funargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:50.
Jón Hjartarson
Þorvaldur Guðmundsson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir