Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


6.12.2012

119. fundur bæjarráðs

119. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 6. desember 2012  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. 

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1201022 - Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar

 

10. fundur haldinn 15. nóvember

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

2.

1201024 - Fundargerð skipulags- og bygginganefndar

 

31. fundur haldinn 27. nóvember

 

-liður 3, 1106045 tillaga um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi búgarðabyggðar í Byggðarhorni, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi.

-liður 10, umsókn um samruna lóðanna að Austurvegi 60 og 60a. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að ræða við forsvarsmenn Bræðranna Róbertsson ehf um lóðina að Austurvegi 60a og sameiningu við Austurveg 60.

-liður 11, 1208115, umsókn um leyfi fyir breyttri notkun að Austurvegi 52, Selfossi. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, vék af fundi.

Viðkomandi bygging er á miðsvæði skv. gildandi aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir verslun og þjónustu. Bent er á að í nýju auglýstu deiliskipulagi er gert ráð fyrir aðkomu frá Austurvegi. Bæjarráð staðfestir tillögu nefndarinnar um breytta notkun hússins.

Eggert Valur kom inn á fundinn að nýju.

Fundargerðin staðfest.

 

   

3.

1201020 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar

 

47. fundur haldinn 28. nóvember

 

-liður 2, 1211133, starfslýsingar fyrir nýtt skipurit. Bæjarráð samþykkir að starfið verði auglýst.

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

4.

1201156 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands

 

145. fundur haldinn 18. október 146. fundur haldinn 23. nóvember

 

Lagt fram.

 

   

5.

1202030 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

801. fundur haldinn 23. nóvember

 

Lagt fram.

 

   

6.

1008887 - Fundargerð kynningarfundar vegna tilnefningar urðunarstaða

 

haldinn 27. nóvember

 

Lagt fram.

 

   

7.

1202236 - Fundargerðir stjórnar SASS 2012

 

43. aðalfundur haldinn 18. og 19. október 462. fundur haldinn 29. nóvember

 

Lagt fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

8.

1106038 - Beiðni Sæbýlis ehf um afslátt af gjaldi vegna orkunotkunar við sæbjúgnaeldi

 

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að gera tillögu að reglum um afslátt af heitavatnsnotkun til nýsköpunar- og sprotafyrirtækja. 

Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um úthlutanir Atvinnuþróunarfélags Suðurlands til aðila með lögheimili í sveitarfélaginu sl. 5 ár.

 

   

9.

1211149 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfi fyrir Tryggvaskála

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.

 

   

10.

1211144 - Styrkbeiðni - Skógræktarfélag Selfoss 2013

 

Lagt fram. Styrkveiting fer fram í samræmi við fjárhagsáætlun og samning félagsins við sveitarfélagið.

 

   

11.

1211145 - Styrkbeiðni - vegagerð í Hellisskógi

 

Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar.

 

   

12.

1211136 - Umsögn - frumvarp til laga um húsaleigubætur, rétt námsmanna

 

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra.

 

   

13.

1211097 - Endurskoðun á þjónustusamningi um sjóminjasafnið á Eyrarbakka

 

Bæjarráð gerir ekki kröfu um ákveðinn opnunartíma. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að ræða við safnstjóra.

 

   

14.

1207098 - Styrkbeiðni vegna girðingar meðfram "litlu götu" og Engjavegi 6

 

Ekki hefur verið venja að veita styrki af þessu tagi og sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.

 

   

Erindi til kynningar

15.

1202385 - Ársskýrsla Golfklúbbs Selfoss 2012

 

Skýrsla er hjá framkvæmdastjóra

 

Lagt fram.

 

   

16.

1209203 - Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2012 - samkeppnissjónarmið við útleigu og sölu á húsnæði

 

Lagt fram.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:50.
 

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica