31.8.2017
119. fundur bæjarráðs
119. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 31. ágúst 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, boðaði forföll.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
1. |
1701026 - Fundargerð félagsmálanefndar |
|
32. fundur haldinn 22. ágúst |
|
Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
2. |
1701028 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar |
|
42. fundur haldinn 23. ágúst |
|
Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
3. |
1708161 - Beiðni um aukin stöðugildi í Vallaskóla |
|
Fylgigögn eru trúnaðarmál |
|
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 3.865.000 vegna fjölgunar stöðugilda í Vallaskóla. |
|
|
|
4. |
1603040 - Áskorun til heilbrigðisráðherra vegna væntanlegs hjúkrunarheimilis í Árborg |
|
Bæjarráð Árborgar ítrekar beiðni sína til heilbrigðisráðuneytisins þess efnis að fyrirhugað hjúkrunarheimili á Selfossi, sem nú er í undirbúningsferli, verði hannað miðað við að rúma 60 einstaklinga í hjúkrunarrýmum, en ekki 50 eins og kveðið er á um í samningi aðila. Núverandi áætlun um 50 rými gerir ráð fyrir að rýmum á Suðurlandi fjölgi um 15, þar sem 35 rými sem voru fyrir á Blesastöðum og Kumbaravogi gangi inn í hið nýja heimili. Fjölgunin er engan veginn næg til að mæta þörf fyrir hjúkrunarrými á svæðinu. Þá verður að horfa til þess að brýn þörf er fyrir rými til að nýta til hvíldarinnlagna í Árnessýslu. Íbúum fjölgar mjög hratt í sýslunni og brýnt að horfa til framtíðar hvað fjölda rýma varðar og þeirrar hagkvæmni sem fælist í því að reka fleiri rými í einni og sömu einingunni. Bæjarráði þykir miður að niðurstaða varðandi fjölgun rýma liggi enn ekki fyrir, nú þegar talsvert er liðið á undirbúningsferlið og skil gagna vegna hönnunarsamkeppni fara fram í næstu viku. Bæjarráði þykir það bera vott um skammsýni að ekki sé tekin ákvörðun um fjölgun rýma. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00.
Gunnar Egilsson |
|
Kjartan Björnsson |
Arna Ír Gunnarsdóttir |
|
|
Eyrún Björg Magnúsdóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |