11. fundur umhverfisnefndar
11. fundur umhverfisnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 27.06.2007 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
María Hauksdóttir, formaður, B-lista
Sandra D. Gunnarsdóttir, varamaður S-lista
Jóhann Óli Hilmarsson, nefndarmaður V-lista
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista
Björn Ingi Gíslason, nefndarmaður D-lista
Siggeir Ingólfsson, starfsmaður
Dagskrá:
1. 0701161
Tillaga að deiliskipulagi - Hásteinsvegur 57 -
Málinu frestað til næsta fundar.
2. 0705097
Garða og götuverðlaun -
Nefndarmenn fóru í vetfangsskoðun og skoðuðu þá garða og götur sem voru tilnefndir.
Niðurstaðan var sú að veita þremur görðum viðurkenningu.
Tröllhólar 10, Laufhagi 10 og Fagurgerði 4.
Tröllhólar 10 stendur í nýju hverfi og er gott dæmi um garð sem hefur verið unnin í beinu framhaldi af byggingu hússins og lokið við samtímis.
Laufhagi 10 stendur í grónu hverfi. Garðurinn er einstaklega fallegur með fjölbreyttri flóru. Öll umhirða er til fyrirmyndar og er lýsandi dæmi um vel hirtan og gróin garð.
Fagurgerði 4 er með elstu görðum á Selfossi og er einstakur í sinni röð. Þar spilar saman gróður og fuglalíf. Í garðinum eru mjög margar tegundir sem spila saman á mjög sérstakan hátt.
Fallegasta gata ársins 2007 var valin.
Fyrir valinu var Láengi.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20.30
María Hauksdóttir
Sandra D. Gunnarsdóttir
Jóhann Óli Hilmarsson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Björn Ingi Gíslason
Siggeir Ingólfsson